Umhverfisstefna Icelandair hótela
Erla Ósk Ásgeirsdóttir
Rótarýfundurinn 10. október var í umsjón ferðanefndar en formaður hennar er Sveinn Hjörtur Hjartarson. Fyrirlesar fundarins var Erla Ósk Ásgeirsdóttir, umhverfisstjóri Icelandari hótelanna og fjallaði hún um umhverfisstefnu fyrirtækisins. Þriggja mínútna erindi flutti Páll Árni Jónsson
Í þriggja mínútna erindi sínu sagði Páll Árni Jónsson frá ferðalagi sínu og Bergþórs Halldórssonar félaga okkar til Rússlands á vegum Símans árið 1995. Sagði Páll að tilefni þessara hugleiðinga hans um Rússland tengdist væntanlegum ferðalögum Íslendinga til Rússlands á næsta ári til þess að fylgjast með landsliðinu okkar á HM.
Fyrirlesarinn Erla Ósk, gestur fundarins kynnti sig sjálf. Hún talaði síðan um starf sitt sem umhverfisstjóri Icelandair hótela, sem reka 8 hótel á ársgrundvelli og 8 Eddu hótel á sumrin. Einnig reka þau Hilton hótelið. Hún sagði frá fræðslu sem hótelin reka. Síðan ræddi Erla Ósk um umhverfismálastefnu Icelandair hótelanna sem byggist á því að fara vel með hluti og nýta vel. Nota íslenskt hráefni, draga úr eyðslu, efla endurvinnslu og spara rafmagn svo eitthvað sé nefnt. Eftir fyrirlesturinn bauð hún upp á fyrirspurnir.