Fréttir
"Eigi víkja" - bók Jóns Sigurðssonar
Á Rótarýfundinum 7. maí sagði félagi okkar, Jón Sigurðsson, frá bók sinni "Eigi víkja". Guðbergur Rúnarsson flutti 3ja mínútna erindi.
3ja mín. erindi flutti Guðbergur Rúnarsson. Fjallaði hann um verðþróun á fiskafurðum okkar síðustu misseri. Saltfiskur á Spánarmarkaði hefur lækkað um 5% frá áramótum. Ferskar afurðir t.d. þorskhnakkar og ýsuflök standa sig best. Staðan á uppsjávarfiski er nokkuð stöðug. Eftir erfiðleika í efnahagsástandinu í Evrópu og þá sérstaklega í S-Evrópu mátti búast við verðlækkun eftir nokkur mjög góð ár. Síðustu ár hefur verið lögð áhersla á að vanda alla meðhöndlun á fiski sem hefur skilað sér í betra verði.
Lækkun á fiskafurðum virðist ekki skila sér til neytenda. En með lækkuðu á verði var reiknað með söluaukningu. Þorskvóti í Barentshafi hefur aukist úr 430 þús. tonnum í 750 þús. tonn síðustu 6 ár. Þetta kemur til með að hafa áhrif á verð á íslenskum fiski.
Fundurinn var í umsjón Þjóðmálanefndar. Helgi Sigurðsson formaður hennar kynnti fyrirlesaran, Jón Sigurðsson klúbbfélaga okkar. Jón sagði frá bók sinni „Eigi víkja“ sem bókaútgáfan Hólar gefur út. Bókin fjallar um mörg viðfangsefni. M.a: Hverjar eru forsendur íslenskrar þjóðarvitundar og þjóðerniskenndar. Hvenær litu Íslendingar á sig sem þjóð? Hvernig myndast þjóðir? Jón fór m.a. yfir hlutverk Þórhalls biskups Bjarnasonar í mótun sögu íslendinga. Ein mesta þjóðfélagsbylting varð þegar Þórhallur biskup stóð fyrir lögum um að bændur gætu eignast sínar jarðir. Áður en lögin voru sett áttu 3% íslendinga (íslenskur aðall) allar jarðir. 97% bænda voru leiguliðar. Mjög áhugaverð bók um sögu Íslands og Íslendinga.