Fréttir

7.5.2013

"Eigi víkja" - bók Jóns Sigurðssonar

Á Rótarýfundinum 7. maí sagði félagi okkar, Jón Sigurðsson, frá bók sinni "Eigi víkja". Guðbergur Rúnarsson flutti 3ja mínútna erindi.

Bergþór Halldórsson ræddi fyrirhugaða vorferð klúbbsins sem verður farin 25. maí n.k. Voru áhugasamir beðnir um að skrá sig á lista sem gekk á milli borða.

3ja mín. erindi flutti Guðbergur Rúnarsson. Fjallaði hann um verðþróun á fiskafurðum okkar síðustu misseri. Saltfiskur á Spánarmarkaði hefur lækkað um 5% frá áramótum. Ferskar afurðir t.d. þorskhnakkar og ýsuflök standa sig best. Staðan á uppsjávarfiski er nokkuð stöðug. Eftir erfiðleika í efnahagsástandinu í Evrópu og þá sérstaklega í S-Evrópu mátti búast við verðlækkun eftir nokkur mjög góð ár. Síðustu ár hefur verið lögð áhersla á að vanda alla meðhöndlun á fiski sem hefur skilað sér í betra verði.

Lækkun á fiskafurðum virðist ekki skila sér til neytenda. En með lækkuðu á verði var reiknað með söluaukningu. Þorskvóti í Barentshafi hefur aukist úr 430 þús. tonnum í 750 þús. tonn síðustu 6 ár. Þetta kemur til með að hafa áhrif á verð á íslenskum fiski.

Fundurinn var í umsjón Þjóðmálanefndar. Helgi Sigurðsson formaður hennar kynnti fyrirlesaran, Jón Sigurðsson klúbbfélaga okkar. Jón sagði frá bók sinni „Eigi víkja“ sem bókaútgáfan Hólar gefur út. Bókin fjallar um mörg viðfangsefni. M.a: Hverjar eru forsendur íslenskrar þjóðarvitundar og þjóðerniskenndar. Hvenær litu Íslendingar á sig sem þjóð? Hvernig myndast þjóðir? Jón fór m.a. yfir hlutverk Þórhalls biskups Bjarnasonar í mótun sögu íslendinga. Ein mesta þjóðfélagsbylting varð þegar Þórhallur biskup stóð fyrir lögum um að bændur gætu eignast sínar jarðir. Áður en lögin voru sett áttu 3% íslendinga (íslenskur aðall) allar jarðir. 97% bænda voru leiguliðar. Mjög áhugaverð bók um sögu Íslands og Íslendinga.