Fréttir
  • Langvinnir verkir 15jan12

15.1.2013

Langvinnir verkir

Á Rótarýfundinum 15. janúar hljóp Eiríkur Líndal, forseti klúbbsins, í skarðið fyrir Starfsþónustunefnd og flutti sjálfur erindi um sérsvið sitt í sálfræðnni. Vilhjálmur Einarsson flutti 3ja mínútna erindi um skipulagsmál í Kópavogi .

Vilhjálmur Einarsson flutti 3ja mínútna erindi og fjallaði um skipulagsmál í Kópavogi en næstu daga verður kynnt aðalskipulag sem á að gilda næstu 10 ár um þróun byggðar. Lýsti hann aðkomu íbúanna að skipulagsvinnunni. Fór yfir skipulag Gustsvæðisins hvernig það var og ný viðhorf.

Eiríkur Líndal flutti erindi um langvinna verki, lýsing á viðbrögðum og afleiðingar. Hann fjallaði um hvernig verkir eru skilgreindir. Sýndi súlurit yfir tíðni langvinnra verkja í 16 Evrópuríkjum þar kom fram að Spánverjar voru með lægstu tíðni en Norðmenn voru mest þjáðir.

Eiríkur fór yfir gildi fræðslu, hvernig unnt er að nota einfalda kvarða til að meta styrkleikja verkja, margþætta verkjaskynjun ofl. Erindið var mjög áhugavert og fræðandi.