Norðurslóðir
Valur Þórarinsson flutti 3ja mínútna erindi og fjallaði um golfferðir íslendinga út fyrir landsteinana og komu erlendra kylfinga til Íslands. Hann kynnti mjög áhugaverða tölfræði varðandi golfferðir. Upplýsti m.a. að 6500 íslendingar færu í skipulagðar golfferðir á ári og hingað kæmu um 800 golfarar árlega.
Formaður Alþjóðanefndar, Friðbert Pálsson, kynnti fyrirlesara dagsins, Jónas Gunnar Allansson, sem er sérfræðingur í málefnum norðurslóða á alþjóða- og öryggissviði utanríkisráðuneytisins. Hann starfaði á vegum ráðuneytisins að friðaruppbyggingu í Afganistan og Srí-Lanka. Lauk MA prófi í mannfræði frá Háskóla Íslands og lagði stund á doktorsnám við Aberdeen háskóla. Erindi Jónasar fjallaði um málefni norðurslóða.
Jónas byrjaði á að skilgreina norðurskautssvæðið og norðurskautsráðið sem er mikilvægur vettvangur fyrir samráð og samstarf 8 ríkja og helstu samtaka frumbyggja sem þar búa. Formleg aðild frumbyggja að ráðinu er einstök fyrir svæðasamtök af þessu tagi.
Hann benti á að aukið aðgengi að auðlindum norðursins í kjölfar loftlagsbreytinga og tækniþróunar hafi beint athyglinni að mikilvægi norðurslóða. Norðurskautsvæðið er auðugasta uppspretta vannýttra náttúruauðlinda jarðar. Þar er að finna miklar olíu- og gaslindir sem skipt geta sköpum fyrir orkubúskap mannkyns í framtíðinni.
Jónas taldi mikilvægt að Íslendingar tryggðu veiðirétt sinn við breyttar umhverfisaðstæður. Meiri hlýnun á heimskautssvæðinu kunna að hafa áhrif á lífríkið í sjónum við Ísland þegar göngur flökkustofna á borð við síld, loðnu og makríl breytast og stofnstærð riðlast. Fyrirsjáanlegt er að nýjar siglingaleiðir munu opnast milli Norður-Atlandshafs og Austur–Asíu. Við þessu þarf að bregðast.
Í lokin skýrði Jónas frá stefnu Íslands í málefnum norðurslóða en hún kemur fram í þingsályktun sem felur í sér tólf meginþætti.
Fyrir þá sem vilja kynna sér málefni norðurslóða er bent á áhugaverðar krækjur hér að neðan.
Skýrslur utanríkisráðuneytisins og annað efni:
Ísland á norðurslóðum 2009 http://www.utanrikisraduneyti.
Stefna Íslands í málefnum norðurslóða 2011http://www.utanrikisraduneyti.
Fyrir stafni haf 2005 http://www.utanrikisraduneyti.
Áhugaverðar krækjur á vefsetur
Íslenska norðurslóðagáttin - www.arcticportal.org
Stofnun Vilhjálms Stefánssonar www.svs.is
Norðurskautsráðið www.arctic-council.org