Rótarýfundur 4. september: Málefni Kópavogsbæjar og rekstraráætlun klúbbsins.
Fundurinn var í umsjón stjórnar. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, var gestur fundarins. Sigbjörn Jónsson flutti 3ja mínútna erindi. Gjaldkeri kynnti rekstraráætlun klúbbsins fyrir 2012-2013
Þriggja mínútna erindi Sigurbjörns fjallaði um vinnuævi og pólitík. Hann starfaði hjá ÁTVR 1977-1979. Þá voru launin tengd vísitölu og hækkuðu þau mánaðarlega og nefndi hann dæmi um 60% hækkun milli mánaða. Greinilegt var að stjórnkerfið réð ekki við að stjórna landinu því ákvað hann að fara til Svíþjóðar í verkfræðinám og reiknaði ekki með að koma aftur. Það viðhorf breyttist og hann flutti aftur heim. Taldi hann mikinn mun á pólitíkinni í Svíþjóð og Íslandi. Hér heima grasserar fyrirgreiðslupólitík og allt barið í gegn og sagað í sundur.
Fundurinn var í umsjón stjórnar og kynnti forseti fyrirlesarann, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóra í Kópavogi. Ármann er stjórnmálafræðingur að mennt og hefur verið bæjarfulltrúi í Kópavogi síðan 1998. Ármann var þingmaður 2007 til 2009 . Hann var aðstoðarmaður þriggja ráðherra á 11 ára tímabili.
Ármann fór yfir það sem er að gerast í hinum ýmsu málaflokkum í bænum. Gat þess m.a. að allir flokkarnir hafi staðið að fjárhagsáætlun fyrir árið 2012. Skuldsetning jókst mikið í kjölfar hrunsins 2008. Stór hluti af skuldsetningunni var vegna endurgreiðslu á lóðum sem skilað var inn. Nú í dag hafa málin þokast í rétta átt og er staðan betri en gert var ráð fyrir.
Gerð var áætlun um hvernig standa bæri að greiðslu skulda næstu 10 ár og hefur sú áætlun staðist og er reiknað með að 2018-2020 verði staða bæjarsjóðs komin í gott horf. Framkvæmdir við íbúðarbyggingar er að komast á skrið og þá mun fjárfesting sem bærinn var búin að leggja í skila sér og á ég þá við skólabyggingar, íþróttamannvirki, götur, veitur ofl.
Skipað hefur verið í hverfaráð með fulltrúum íbúa. Búið er að skipa í atvinnu og þróunarráð, lögð verðu áhersla á fá atvinnurekendur í bænum til að starfa með. Ætlunin er að auka atvinnutækifæri í bænum. Unnið er að tengingu göngu og hjólastíga við stíga nágrannasveitarfélaga. Að lokum nefndi hann þríhnúkaverkefnið sem unnið er í samstarfi við Reykjavíkurborg ofl.
Páll Magnússon gjaldkeri klúbbsins kynnti rekstraráætlun klúbbsins fyrir árið 2012-2013.