Fréttir

24.2.2018

Rótarýdagurinn 2018 - Rótarýfundur kl 15:00

Í tilefni Rótarýdagsins var sérstakur hátíðarfundur laugardaginn 24. febrúar kl 15:00 á hefðbundnum fundarstað að Hlíðarsmára 3, 1. hæð.

Meginmarkmið fundarins var að kynna Rótarýhreifinguna og starfsemi klúbbsins fyrir völdum hópi Kópavogsbúa og kveikja þannig áhuga þeirra á að ganga til liðs við Rótarý.

Boðið var uppá Rótarýtertur, sem Reynir bakari bakaði fyrir okkur og svo kaffi eða te með.
Félagar voru hvattir til að mæta vel og taka með sér gesti.

Forseti setti fundinn, bauð rótarýfélaga og gesti hjartanlega velkomna. Hann sagði m.a. Í dag er Rótarýdagurinn, tilefni fundarins er að kynna stafsemi klúbbsins fyrir gestum, sem hingað eru komnir, til að gleðjast með okkur og þiggja í leiðinni fróðleik urm Rótarýhreyfinguna. Boðið verður upp á kaffi eða te og Rótarýtertu frá Reyni bakara.

Fundurinn er í umsjón klúbbþjónustunefndar, formaður hennar er Magnús Már Harðarson. Sagði hann frá starfi sínu að félagsmálum og hugmynd sinni á að kynna starfsemi Rótarý fyrir félögum í Íþróttafélagi Kópavogs með það í huga að vekja áhuga þeirra til að ganga til liðs við Rótarý. Tengdi hugmyndina við fyrrum félaga í Rótarýklúbb Kópavogs þá Eggert Steinsen og Grétar Norðfjörð. Kynnti málið á facebook og persónulega fyrir ÍK. félögum. Misvel var tekið í málið eins og gengur en nokkrir ætluðu að mæta og fræðast um starfsemi Rótarý. Þegar á reyndi mætti engin.

Ásgeir Jóhannesson sagði frá starfi Rótarý og kryddaði mál sitt með skemmtisögum.

Fyrirlesari á fundinum var Kristófer Þorleifsson. Hann fjallaði um Rótarýhreyfinguna, sem var stofnuð 1905 af Poul Harriss i Chicago. Fyrsti Rótarýklúbburinn á Íslandi var stofnaður í Reykjavík 1934. Rótarýklúbbur Kópavogs var stofnaður 6. febrúar 1961. Rótarýklúbbar á Íslandi eru 31 með um 1200 félaga.

Rótarýkþrheyfingin starfar í yfir 200 löndum með 1,2 milljón félaga. Víðast hvar eru blandaðir klúbbar. Haldnir eru vikulegir fundir þar sem kappkostað er að fá fyrirlesara sem flytja fræðandi og skemmtileg erindi. Rótarýhreyfinginn hefur stutt fjölda menningar og mannúðarmálefni má meðal annars nefna útrýming á lömunarveikinni á heimsvísu, byggingu Sunnuhlíðar, nemendaskipti, styrki fyrir námsárangur, viðurkenningar undir heitinu „Eldhugi Kópavogs, skórækt ofl.

Hjalti Kristjánsson, sonur Kristjáns Guðmundssonar, fyrrum félaga í Rótarýklúbbi Kópavogs, sagði frá reynslu sinni sem skiptinemi fyrir um 20 árum.

Geir A. Gunnsteinsson spurði hvort ekki væri komin tími til að hvetja nýbúa til að gerast félagar.

Werner Rasmusson ræddi um mikilvægi þess að fá góða fyrirlesara, nægan tíma fyrir samtal milli félaga og meiri tími til fyrirspurna.

Guðmundur Lýðsson ræddi um mikla þekkingu innan klúbbsins á hinum ýmsu málefnum og hvatti menn til að segja frá reynslu sinni.

Kristján Guðmundsson f.v. bæjarstjóri þakkaði fyrir fundinn og sagði frá veru sinni í Rótarýstarfinu.

Farið var með fjórprófið og forseti sleit fundi kl. 17.00.