Fréttir
  • Stjórnarskipti 3júlí12

7.7.2012

Rótarýfundur 3. júlí: Stjórnarskipti

Stjórnarskipti fóru fram á fundinum.  3ja mínútna erindi flutti Ásgeir G Jóhannesson.

Á myndinni hefur fráfarandi forseti, Magnús Már Harðarson, hengt forsetakeðjuna um háls viðtakandi forseta, Eiríks Líndal.

Í 3ja mínútna erindi sínu sagði Ásgeir frá 6 daga hringferð um Ísland sem hann var að koma úr. Bar hann saman ásýnd landsins nú og frá sambærilegri ferð sem hann fór fyrir 40 árum.

Fundurinn var í umsjón stjórnar og var jafnframt aðalfundur klúbbsins.

Fráfarandi forseti flutti eftirfarandi skýrslu yfir starfsárið 2011 - 2012:

"Skýrsla stjórnar 2011 - 2012

Fráfarandi stjórn tók við á fundi 5. júlí 2011. Stjórnina skipuðu:

  • Magnús Már Harðarson forseti
  • Eiríkur Líndal varaforseti
  • Valur Þórarinsson ritari
  • Karl M Kristjánsson gjaldkeri
  • Kristján Finnsson stallari, en hann sagði sig úr klúbbnum á miðju starfsári og hefur Bergþór Halldórsson hlaupið í skarðið þegar hann hefur getað. Kunnum við Bergþóri bestu þakkir fyrir.

Á starfsárinu voru haldnir 45 fundir og skiptust þeir þannig á milli nefnda:

  • Stjórn 6
  • Alþjóðanefnd 7
  • Þjóðmálanefnd 7
  • Menningarmálanefnd 5
  • Æskulýðsnefnd 4
  • Ferðanefnd 4
  • Starfsþjónustunefnd 4
  • Klúbbþjónustnefnd 2
  • Rótarýfræðslunefnd 2
  • Skemmtinefnd 1
  • Laganefnd 1
  • Landgræðslunefnd 1
  • Viðurkenningarnefnd 1

Fjöldi gesta var 91 og þar af voru 39 fyrirlesarar. Varðandi einstaka fyrirlestra, er vísað til fundagerða á heimasíðu klúbbsins: rotary.is/kopavogur. Félagar tóku 118 sinnum til máls í fyrirspurnum til fyrirlesara.

Þriggja mínútna erindi voru 36 og flest þeirra innan eðlilegra frávika, hvað tímatöku varðar.

Ferðanefnd stóð fyrir vel heppnaðri ferð um Reykjanesið í september s.l. undir leiðsögn Jónatans Garðarssonar. Einnig skipulaðgi nefndin ferð til Póllands fyrr í sumar, farastjóri var Þorleifur Friðriksson sagnfræðingur.

Viðurkenningarnefnd stóð að útnefningu Eldhuga Kópavogs, að þessu sinni varð fyrir valinu Magnús Jakobsson íþróttafrömuður úr Breiðabliki.

Klúbburinn veitti nýstúdentum í raungreinum styrki, sem afhentir voru í des 2011 og í lok maí 2012.

10 félagar hættu í klúbbnum á starfsárinu af ýmsum ástæðum, en 5 þeirra sem hættu, eiga erfitt með að sækja fundi á þessum tíma dags. Þessir hættu á starfsárinu:

  • Birgir Stefánsson 10.7.2011
  • Kolbeinn Þór Bragason 11.10.2011
  • Kristjón Kolbeins 27.9.2011
  • Sigurður B. Ringsted 20.9.2011
  • Stefán M. Gunnarsson 26.9.2011
  • Haukur Ingibergsson 25.10.2011
  • Helgi Jóhannesson 1.11.2011
  • Hlynur Ólafsson 18.11.2011
  • Árni Björn Jónasson 8.11.2011
  • Kristjan Þór Finnsson 24.1.2012

Þá hefur þessi fækkun félaga haft slæmar afleiðingar fjárhagslega fyrir klúbbinn, eins og fram kemur í skýrslu gjaldkera. Því er nauðsynlegt að vanda valið þegar nýrra félaga er aflað og ganga úr skugga um að þeir geti stundað fundi á þessum tíma. Ég veit að viðtakandi stjórn er með nýjar áherslur í félagaöflun og vænti ég mikils af þeirri nýbreytni.

Einn félagi bættist í hópinn á starfsárinu, Hrafn Harðarson, góður og skemmtilegur fyrrum félagi okkar og ber að fagna því.

Að lokum færi ég meðstjórnarmönnum mínum og formönnum nefnda bestu þakkir fyrir gott samstarf.

Magnús Már Harðarson forseti Rótarýklúbbs Kópavogs 2011- 2012"


Þá var komið að hefðbundnum stjórnarskiptum, afhendingu forsetakeðju og forsetamerkis. Síðan vék fráfarandi stjórn sæti fyrir nýrri en hana skipa:

Forseti:          Eiríkur Jón Líndal
Varaforseti:   Jón Ögmundsson
Ritari:             Ingólfur Antonsson
Gjaldkeri:       Páll Magnússon
Stallari:          Bryndís Hagan Torfadóttir


Forseti tók til máls, þakkaði samstarf við fráfarandi stjórn á liðnu ári og gerði stuttlega grein fyrir nefndaskipan og verkefnum framundan. Auk hefðbundinna verkefna hyggst stjórnin vinna ötullega að öflun nýrra félaga og stefnt er að því að stytta fundartíma.