Fréttir

6.5.2014

Sveitarstjórnakosningarnar í vor

Stefanía Óskarsdóttir

Rótarýfundurinn 6. maí var í umsjón Þjóðmálanefndar en formaður hennar er Hrafn A. Harðarson. Fyrirlesari á fundinum var Stefanía Óskarsdóttir, sem ræddi um stjórnmálin og horfurnar í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þriggja mínútna erindi flutti Guðbergur Rúnarsson.

Ritari upplýsti að borist hefði bréf frá umdæmisskrifstofunni með kynningu á Mótorhjólaklúbbi Rótary og fyrirhugaðri starfsemi hans.

Vilhjálmur Einarsson minnti á fyrirhugaða ferð að Skógum 24. maí en sagði að nánari upplýsingar kæmu frá Ólafi Wernerssyni í tölvupósti síðar í vikunni.

Margrét María minnti á Kópavogsdaga 8. - 11. maí og nefndi sérstaklega í því sambandi sögugöngu undir leiðsögn Þorleifs Friðrikssonar.

Þriggja mínútna erindi flutti Guðbergur Rúnarsson og talaði um fiskeldi. Hann sagði að fiskeldi hefði skilað 6,5 milljörðum á síðasta ári og taldi að árið 2030 myndi fiskeldi skila um 30 milljörðum í þjóðarbúið. Laxeldi er sú tegund sem mestu skilar og er framleiðsluaukningin þar einnig mest,en framleiðslan hér er samt óveruleg á heimsmælikvarða. Við Ísland er mikill áhugi á sjókvíaeldi m.a. vegna þess að erfitt er að fá leyfi fyrir slíku eldi í nágrannalöndum okkar. Guðbergur taldi að í fiskeldi lægju miklir möguleikar til tekjuöflunar í framtíðinni.

Fundurinn var í umsjón Þjóðmálanefndar og kynnti Friðbert Pálsson fyrirlesarann Stefaníu Óskarsdóttur stjórnmálafræðing en hún er lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands en erindi sitt kallaði hún. Stjórnmálaástandið og horfur í komandi sveitastjórnarkosningum.

Í upphafi nefndi hún þann grundvallar mun sem er á kosningum til alþingis og sveitarstjórna en sveitarstjórnarmenn eru nauðbeygðir til að þola hver annan í 4 ár þó erfitt geti reynst en þingmenn geta boðað til nýrra kosninga ef ástæða þykir til.

Síðustu sveitarstjórnarkosningar voru sérstakar á ýmsan hátt, minni kosningaþáttaka en nokkurn tíma áður og fleiri auðir seðlar en áður, auk þess sem hefðbundir stjórnmálaflokkar fengu minna fylgi þar sem kjósendur gátu valið eitthvað annað. Þetta kom auðvitað best í ljós hjá Besta flokknum í Reykjavík og L-listanum á Akureyri.

Stefanía spáir aftur lítilli kosningaþáttöku í vor og nefndi fyrir því nokkrar ástæður sem voru m.a. að flokkunum gengi illa að koma sér upp sterkri málefnastöðu og í mörgum þeirra hefði verið sundrung og innanflokksátök. Einnig gerðu reglur um fjármál flokkanna þeim erfitt fyrir að reka samskonar baráttu og gert hefur verið oft áður.

Að lokum nefndi hún að mikið af sérfræðingum í embættismannakerfinu ylli því að fólk efaðist sífellt meira um að það skipti máli hvað væri kosið, það væru aðrir sem réðu í raun.