Rótarýfundur 12. júní: Lífeyrissjóðamarkaðurinn
Björn Z. Ásgrímsson, sérfræðingur í áhættugreiningu hjá Fjármálaeftirlitinu, fjallaði um lífeyrissjóðamarkaðinn. 3ja mínútna erindi flutti Ólafur Wernersson.
Í 3ja mínútna erindi sínu sagði Ólafur frá skemmtilegri ferð að Búðarhálsvirkjun og Flúðum.
Sigbjörn Jónsson formaður alþjóðanefndar kynnti fyrirlesarann, Björn Z Ásgrímsson iðnaðarverkfræðing og sérfræðing í áhættugreiningu hjá Fjármálaeftirlitinu.
Erindi Björns fjallaði um Lífeyrissjóðina, eignir þeirra og tryggingafræðilega stöðu. Hann hóf erindi sitt um fyrstu heimildir um lífeyrissjóði. Síðan um það þriggja stoða lífeyriskerfi sem við byggðum á, þ.e. Almannatryggingu, Samtryggingu og Séreignasparnaði. Fram kom að í flestum löndum væru það almanntryggingarnar sem greiddu mest, en hér væri það samtryggingakerfið eða lífeyrissjóðir sem greiddu mest.
Hann sagði hreina eign lífeyrissjóðanna 2011 vera um 2300 miljarða.
Helstu áhættuþættir hjá lífeyrissjóðunum væru: Tryggingafræðileg áhætta, Mót aðila áhætta og Rekstraráhætta. Að eðlisbreyting hefði orðið á áhættunni eftir hrun úr markaðsáhættu í pólitíska áhættu. Björn ræddi um að tryggingafræðileg staða lífeyrissjóðanna væri alvarleg og mikill halli væri til staðar. Að áfallnar- og framtíðarskuldbindingarnar samsvöruðu 667 miljarða króna halla. Og að það vantaði lausnir til að taka á vandanum.