Fréttir
  • ábúðafullir teljarar 10des13

10.12.2013

Kosið í embætti stjórnar klúbbsins fyrir 2014-2015

Rótarýfundurinn 10. desember var í umsjón stjórnar og á fundinum fór fram kosning stjórnar fyrir starfsárið 2014-2015. Félagar klúbbsins höfðu fengið tölvupóst þar sem fram kom hvaða þrír félagar yrðu í kjöri í hvert embætti.  Þriggja mínútna erindi flutti Ólafur Wernersson. Guðmundur Jens Þorvarðarson var tilnefndur af stjórn klúbbsins til Valnefndar umdæmisins sem umdæmisstjóraefni Rótarý á Íslandi 2016-2017

Í þriggja mínútna erindi sínu sagði Ólafur Wernersson frá ferð sinni norður á Blönduós í frostakaflanum sem gekk nýlega yfir landið. Lenti hann í raunum við að starta bílnum vegna kulda. Benti hann á að mikilvægt væri að velja rafgeyma með gott kaldræsiþol.

Kosið var í embætti stjórnar klúbbsins fyrir 2014-2015 og á myndinni hér að ofan má sjá þá Magnús Harðarson (t.v.) og Benjamín Magnússon ábúðarfulla við talningu atkvæða.

Eftirtaldir félagar hlutu kosningu:

Stallari: Helgi Ólafsson
Gjaldkeri: Berglind Svavarsdóttir
Ritari: Hallgrímur Jónasson
Varaforseti: Bryndís Hagan Torfadóttir.

Þeim er öllum óskað til hamingju með kosninguna, sem er söguleg því tvær konur hafa nú í fyrsta sinn verið kjörnar í stjórn sem Helgi Sigurðsson, verðandi forseti,  mun leiða.


Guðmundur Jens Þorvarðarson 10des13Þá var jafnframt tilkynnt um þá ákvörðun klúbbsins að tilnefna Guðmund Jens Þorvarðarson til Valnefndar umdæmisins sem umdæmisstjóraefni Rótarý á Íslandi 2016-2017. Er það okkur sönn ánægja og heiður að geta tilnefnd svo öflugan félaga til þessa embættis. Það mun án efa styrkja starf klúbbsins til framtíðar.




Fundurinn var að því leyti merkilegur að skráð var 100% mæting kvenna í klúbbnum, þ.e. allar þrjár voru mættar! Komu þær allar við sögu í kosningunum. Bryndís Hagan Torfadóttir var kjörin varaforseti og Berglind Svavarsdóttir var kjörin gjaldkeri. Er þetta í fyrsta skiptið sem 2 konur verða í stjórn klúbbsins.

Margrét María Sigurðardóttir kom einnig við sögu í kosningunum, en hún var ein þriggja, sem tilnefnd voru til embættis ritara. Kvaðst hún af persónulegum ástæðum ekki geta tekið embættið að sér á næsta starfsári, en væri tilbúin til þjónustu fyrir klúbbinn eftir það.

Allar konurnar mættu 10des13

Frá vinstri: Margrét María, Bryndís, Jón Ögmundsson forseti og Berglind.