2 Nýir félagar teknir í klúbbinn
Inga Hersteinsdóttir og Páll Árni Jónsson
Á Rótarýfundinum 30. maí voru 2 nýir félagar teknir í klúbbinn, þau Inga Hersteinsdóttir og Páll Árni Jónsson
Inga Hersteinsdóttir:
MENNTUN
1975: M.Sc. í byggingaverkfræði í Dundee, Scotland.
1971: B.Sc. í byggingaverkfræði University of Dundee, Scotland.
Hefur sótt ýmis námskeið, m.a. um verkefnastjórnun, námskeið í notkun bandarískar brunahönnunarstaðla, í stjórnun brunaöryggis háhýsa og stórbygginga, og ýmis námskeið í brunahönnun og stöðlum varðandi brunavarnir hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands.
1967: Stúdent frá MR, Reykjavík.
STARFSFERILL
2015 VSI sameinaðist VJI í Lotu og hefur starfað þar síðan sem brunahönnuður
2001-2015 Starfaði hjá VSI Öryggishönnun & ráðgjöf sem brunahönnuður
1995-2001 Verkfræðingur hjá VSÓ Ráðgjöf ehf
Áður hjá VST verkfræðistofa (nú VERKÍS)
1972-1974 VST verkfræðistofa (nú VERKÍS).
STARFSSVIÐ
Brunahönnun nýbygginga og brunatæknilegar úttektir á eldri byggingum ásamt ýmsu öðru sem tengist sviðinu.
NEFNDARSTÖRF
Hefur setið í ýmsum nefndum og á vegum ríkis, sveitarfélaga og annarra, s.s. yfirfasteignamatsnefnd, rannsóknarnefnd samgönguslysa, stjórn Brunamálastofnunar, stjórn Brunatæknifélags Íslands, Institution of Fire Engineers í Bretlandi, bæjarstjórn Seltjarnarness og ýmsum nefndum bæjarins, s.s. fjárhags- og launanefnd, skólanefnd, mannvirkjanefnd og heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis o.fl.
Páll Árni Jónsson:
Fæddur í Reykjavík 5. okt 1950. Útskrifaðist sem tæknifræðingur frá Odense Teknikum 1978. Stærsta hluta ævinnar unnið hjá Símanum og tengdum félögum, með nokkrum utantekningum þegar hann vann hjá RÚV (sjónvarp) og IBM á Íslandi. Fyrri hluta starfsævinnar voru verkefnin að mestu tæknilegs eðlis.
Upp úr aldamótunum sá hann um samskipti Símans við önnur fjarskiptafélög sem þá voru nýstofnuð. Í byrjun árs 2006 framkvæmdastjóri fjarskiptanets Símans, sem var breytt 1. apríl 2007 í Mílu ehf og framkvæmdastjóri þar til ársbyrjunar 2014.
Frá árinu 1996 stjórnaformaður Glófaxa ehf, fyrirtæki sem framleiðir og flytur inn stálhurðir. Eftir starfslok hjá Mílu sinnt tilfallandi verkefnum fyrir Glófaxa.
Undanfarinn 7 ár verið formaður stjórnar veiðifélags Laxár á Ásum. Veiðifélagið hefur staðið í miklum breytingum á sínum rekstri bæði hvað varðar þjónustu við viðskiptavini og hvernig þjónustan er markaðsfærð.