Fréttir

16.11.2016

Rauði krossinn

Kristín S. Hjálmsdóttir

Rótarýfundurinn 15. nóvember var í umsjón Alþjóðanefndar en formaður hennar er Sævar Geirsson. Fyrirlesari á fundinum var Kristín S. Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Rauða Krossins og kynnti hún starfsemi Rauða Krossins. Jón Sigurðsson kynnati fyrirlesarann. Þriggja mínútna erindi flutti Haukur Hauksson.

Jón Sigurðsson kynnti fyrirlesarann, Kristínu S. Hjálmsdóttur, framkvæmdastjóra Rauða Krossins.

Kristín sagði að starfsemin innanlands væri í föstum skorðum og starfaði Rauði Krossinn í 42 deildum um allt land. Stærsta málið innanlands nú væri að undirbúa okkur fyrir hugsanlegt Kötlugos ásamt  Almannavörnum og lögreglu.

Hún ætlaði hins vegar að nota þann tíma sem hún hefði til að ræða um málefni flóttamanna sem er langstærsta verkefni samtakanna á heimsvísu um þessar mundir.  Nú eru í heiminum um 65 milljónir farendur sem er orð sem hún notaði um fólk sem hefði orðið að yfirgefa heimkynni sín af ýmsum ástæðum oftast vegna stríðsátaka en einnig vegna náttúrulegra breytinga sem svipt hafa fólk lífsviðurværi sínu. Lang mestur hluti flóttamanna koma frá Sómalíu, Afganistan og Sýrlandi. Kristín sýndi ýmsar flóttaleiðir sem fólk hefur notað til að komast til Evrópu en þeim er flestum lokað þegar evrópubúum finnst of margir nota sér þær og þá flytst umferðin á stöðugt hættulegri leiðir. Nú er aðalleiðin um Norður Afríku til Lýbíu og þaðan er farið á allavega farkostum yfir Miðjarðarhafið þar sem margir farast.

Þriggja mínútna erindi flutti Haukur Hauksson sem vinnur hjá ISAVIA og nú um skeið er vinnustaður hans á Keflavíkurflugvelli. Hann gerði að umtalsefni þá gífurlegu aukningu sem er orðin í allri starfssemi sem tengist flugi þar og sér ekkert fyrir endann á aukningunni. Ferðaþjónustan er orðin stærsta atvinnugrein þjóðarinnar mælt í útflutningstekjum og stefnir í að ferðamenn verði 1,8 milljónir árið 2016 og  að um 6,7 milljónir farþega fari um flugvöllinn á árinu. Þetta kostar ekki bara aukningu í mannvirkjum heldur kallar þetta á geysilega fjölgun starfsmanna á svæðinu.