Jólafundur
Rótarýfundurinn 18. desember var í umsjón skemmtinefndar. Formaður hennar er Sigfinnur þorleifsson, sem flutti 3ja mínútna erindi. Séra Gunnar Matthíasson flutti jólahugvekju. Fjölmargir félagar voru með mökum sínum.
Á myndinni hér að ofan er Gunnar Matthíasson fyrir miðju á milli Sigfinns og konu hans, Bjarnheiðar K. Guðmundsdóttur.
Gestir voru fjölmargir, makar, félagar úr Rótarýklúbbum og séra Gunnar Rúnar Matthíasson.
Þriggja mínútu erindi flutti Sigfinnur Þorleifsson. Talaði hann um tímann sem rennur án afláts og öllum er afmörkuð stund.
Sigfinnur Þorleifsson, formaður skemmtinefndar, kynnti ræðumann dagsins, Gunnar Rúnar Matthíasson, sjúkrahúsprest. Gunnar Rúnar flutti jólahugvekju þar sem hann ræddi m.a. um vináttu og kærleika.
Sigfinnur stýrði fjöldasöng og var í lokin sungið Nóttin var sú ágæt ein.
Séð yfir fundarsalinn á 20. hæðinni. Séra Gunnar er í ræðustól.