Á söguslóðum Kópavogs - kynjamyndir móbergs
Þorleifur Friðriksson
Rótarýfundurinn 18. ágúst var haldinn á söguslóðum í Kópavogi. Fundyurinn var settur á bílaplaninu við Kópavogshæli kl. 18 og mættu 18 rótarýfélagar á fundinn sem gerir 39% mætingu. Fundurinn var í umsjón stjórnar og var viðfangsefnið ganga í fjöru Kópavogs þar sem skoðaðar voru kynjamyndir móbergs. Þorleifur Friðriksson sagnfræðingur hélt erindi um þetta brotgjarna efni sem eldstöðvar Íslands hafa dreift um byggðir landsins í aldanna rás. Það finnst víða á Íslandi en afar litlum mæli annarstaðar á jarðkringlunni. Þorleifur ræddi einnig um hreinleika vogarins; þar væri lítil sem engin mengun og af sú tíð er skólpi bæjarbúa var hleypt þar út. Selur hefur gert vart við sig í voginum og laxfiskar hafa gengið þar inn.
Að lokinni fjöruferð var gengið að minnisvarða um Kópavogsfundinn sem haldinn var árið 1622. Spunnust fjörugar umræður um þennan merka fund en Þorleifur kvaðst aðhyllast allt aðrar skoðanir en komu fram í sögubókum þeim sem börn lásu eftir Jónas frá Hriflu. Voru ýmsar skoðanir viðraðar sem komu a.m.k. ritara á óvart t.d. um einokunarverslunina og annað það sem danskurinn bauð landanum uppá.