Fréttir
  • Arni-Gunnarsson-3mai11

3.5.2011

„Heilsubót – íslensk auðlegð“ kallaði Árni Gunnarsson erindi sitt á Rótarýfundi í dag.

Gestur fundarins var Árni Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og forstjóri HNLFÍ.

Þriggja mínútna erindi flutti Sveinn Hjörtur Hjartarson og sagði frá nýlegri ferð sinni til Írlands.


Í ræðu sinni með yfirskriftinni „Heilsubót - íslensk auðlegð“ fjallaði Árni m.a. um þau miklu auðæfi sem við eigum í ómenguðu heitu og köldu vatni og í hreina loftinu sem við eigum nóg af. Okkur finnst veðráttan oft risjótt, en það er einmitt vegna hennar sem við losnum við mengaða loftið úr þéttbýliskjörnunum. Hann ræddi í lokin um ellina og hvað það væri nauðsynlegt að hjálpa öldruðum til þess að sjá um sig sjálfir eins lengi og kostur væri.

Ýtarlegri frásögn af fundinum kemur fram í fundargerðinni sem mun verða aðgengileg hér á síðunni fljótlega.