Fréttir
  • Jón Ögmundsson passamynd

27.12.2011

Stjórnarkjör fyrir næsta starfsár. Jón Ögmundsson verðandi forseti 2013-2014

Rótarýfundurinn 6. desember var í umsjón stjórnar og fór þá fram stjórnarkjör fyrir næsta starfsár. 3ja mínútna erindi flutti Kristmundur Halldórsson.

Valur Þórarinsson greindi frá niðurstöðum könnunar um fundartíma, lengd funda og verðlagningu. Helstu niðurstöður eru að félagsmenn telja óbreyttan fundartíma og lengd funda heppilegasta en vilja gjarnan ódýrari mat. Stjórnin mun taka þessar niðurstöður til umfjöllunar og gera grein fyrir ákvörðunum í byrjun næsta árs.

3ja mínútna erindi flutti Kristmundur Halldórsson. Sagði hann frá samkomu hjá félagi eldri borgara í Boðaþingi þar sem Sigurður Grétar Guðmundsson sagði frá bók sinni Spádómi lúsarinnar.

Fundurinn var í umsjón stjórnar og var stjórnarkjör fyrir næsta starfsár meginefni fundarins:

Jón Ögmundsson var kjörinn varaforseti og er því verðandi forseti starfsárið 2013-2014.

Auk hans voru Helgi Sigurðsson og Guðbergur Rúnarsson í kjöri og hlutu Jón og Helgi jafn mörg atkvæði. Jón var kjörinn með hlutkesti.

Ingólfur Antonsson var kjörinn ritari.

Auk Ingólfs voru þau Guðmundur Harðarson og Bryndís Torfadóttir í kjöri.

Páll Magnússon var kjörinn gjaldkeri

Auk Páls var Sævar Geirsson í kjöri.

Bryndís Torfadóttir var kjörin stallari

Auk Bryndísar var Sigurjón Sigurðsson ( Guðjónssonar) í kjöri.

Skoðunarmenn voru kjörnir Guðmundur J. Þorvarðarson og Ásgeir G Jóhannesson