Eldhugi Kópavogs 2018
Þórður Árnason
Rótarýfundurinn 6. mars var í umsjón Viðurkenningarnefndar en formaður hennar er Eiríkur Líndal. Á fundinum fór fram árleg útnefning klúbbsins á Eldhuga Kópavogs. Útnefndur var Þórður Árnason vegna framlags hans til sögu Kópavos.
Gestir á fundinum voru Þórður Árnason og eiginkona hans Stefanía og auk þeirra 4 félagar úr Rótaryklúbbnum Borgum þau Anna Sigríður Einarsdóttir, Kristján Gíslason, Kristján Guðnason og Lára Ingibjörg Ólafsdóttir.
Ekkert þriggja mínútna erindi var flutt að þessu sinni.
Fundurinn var í umsjón Viðurkenninganefndar sem sá um að tilnefna Eldhuga Kópavogs 2018 og kynnti formaður nefndarinnar Eiríkur Líndal val nefndarinnar og Þórð Árnason sem er Eldhugi Kópavogs 2018.
Viðurkenningin er veitt vegna framlags hans til sögu Kópavogs
Frá árinu 1997 hefur Rótarýklúbbur Kópavogs valið árlega einstakling eða einstaklinga úr röðum Kópavogsbúa, sem með sérstöku framtaki hafa vakið athygli og umtal á þann hátt sem samræmist anda og hugsjón Rótarý og er þetta í 22 skipti sem Eldhuginn er veittur.
Þórður Árnason hlýtur tilnefninguna fyrir mikilvægt framtak í skráningu á sögu Kópavogs.
Þórður er fæddur 22 nóvember 1955 og er því jafn gamall kaupstaðnum, hann er yngstur þriggja systkina. Foreldrar hans voru Árni Bergmann Þórðarson, verkam. og Katrín Sigurveig Guðgeirsdóttir, verkak. Þau byggðu á Borgarholtsbraut 63 (39)(45) árið 1954. Þórður hefur alla sína tíð búið á Borgarholtsbraut og gerir enn.
Eftir að hafa lokið barnaskóla í Kársnesskóla fór hann í Þingholtsskóla. En í það skipti sem Þórður fór í Þingholtsskóla hafði hluti barnaskólabekkjarins verið sendur í Víghólaskóla og hinir í Þingholtsskóla. Hann yfirgaf því aldrei vesturbæinn og það varð til þess að hann kynntist vesturbænum enn betur. Kynni hans af austurbæingum hófst fyrir alvöru þegar hann gekk í Skátafélagið Kópa sem í voru einstaklingar úr báðum bæjarhlutum.
Þórður með verðlaunagripinn ásamt Stefaníu eiginkonu sinni, Jóni Emilssyni forseta klúbbsins og Eiríki Líndal, formanni viðurkenningarnefndar.