Málefni klúbbsins
Í 3ja mínútna erindi sínu sagði Ólafur Wernersson frá nýstárlegum matarkúr sem hann hefur tileinkað sér. Hann felst m.a. í föstum, sundlaugarferðum og gufuböðum.
Fundurinn átti að vera í umsjón Ungmennanefndar en vegna stöðunnar varðandi fundaraðstöðu var ákveðið að fundurinn fjallaði um framtíðar fundarstað og fundi.
Á síðasta fundi var skipuð 4 manna nefnd til að kanna fundarstaði í Kópavogi. Nefndarmenn lýstu kostum og göllum þeirra sala sem skoðaðir voru. Þ.e. Glersalurinn, Salur Atlanda, Molinn, Catalína, sal Sálarrannsóknarfélagsins í Hamraborg 1, salur Framsóknarmanna í Kópavogi, Skátaheimilið og salur Siglingaklúbbsins.
Haldin var fundur með nýjum stjórnendum Veislusalarins. Stjórnendur margítrekuðu afsökun á framferði sínu. Vilja leggja sig fram um að bjóða ásættanleg kjör fyrir klúbbinn. Í sumar verður ekki heitur matur á 19. hæðinni en í boði verður 3ja rétta hlaðborð sem staðsett verður á 20. hæðinni. Reiknað er með að fundirnir verði á 20. hæðinni en í undantekningartilfellum á 19. hæð og verður það þá vel merkt. Gjaldkeri klúbbsins sæi um greiðslu fyrir matinn.
Jón Ögmundsson verðandi forseti kvaddi sér hljóð og sagði mikilvægt að gera skriflegan samning við staðarhaldara þannig að fundaraðstöðu yrði ekki sagt upp fyrirvaralaust. Jón boðar að á næsta tímabili muni fundir hefjast kl. 12.15 og standa til 13.15. Hann telur styttingu fundartíma nauðsynlegan til að fá yngri félaga í klúbbinn.
Eiríkur Líndal þakkaði nefndarmönnum fyrir sitt framlag til málsins og lagði til að val á fundarstað yrði lagt í dóm klúbbfélaga. Samþykkt var án mótatkvæða að endursemja við Veislusalinn fram á haustið.