Fréttir
  • Eirikur-Bergmann-7juni2011

9.6.2011

Á Rótarýfundi 7. júní s.l. var Eiríkur Bergmann ræðumaður dagsins og fjallaði um efni nýútkominnar bókar sinnar "Sjálfstæð þjóð, trylltur skríll og landráðalýður". Sævar Geirsson flutti 3ja mínútna erindi og tveir nýir félagar gengu í klúbbinn

Sævar Geirsson flutti 3ja mínútna erindi og fallaði um mjög alvarlegt bílslys, sem hann lenti í ásamt konu sinni á liðnum vetri á leið sinni um Holtavörðuheiði til Reykjavíkur. Greindi hann frá ömurlegum samskiptum sínum við tryggingarfélögin.

Tveir nýir félagar voru teknir inn í klúbbinn, þau Bryndís Hagan Torfadóttir fyrir starfsgreinina flugsamgöngur og Sigurður Ringsted fyrir starfsgreinina sjómennska. Birt verður sérstök frétt um inntöku þeirra hér á heimasíðunni.

Ræðumaður dagsins var dr. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. Hann fjallaði um efni nýútkominnar bókar sinnar Sjálfstæð þjóð, trylltur skríll og landráðalýður, sem fjallar m.a. um umræðuformið sem við Íslendingar höfum tamið okkur sem virðist alltaf grundvallast á því að setja okkur í aðalhlutverkið sem sjálfstæð þjóð, sem hafi lítið sem ekkert til annarra að sækja. Þegar farið er í gegnum einstök mál og orðræðan skoðuð hér á landi um hin ýmsu mál, virðist svo að málefnið hafi ekki skipt öllu máli, orðræðan hafi alltaf verið söm við sig. Í því sambandi nefndi hann nokkur mál sem deilur hafa staðið um eins og aðildina að Nató, Icesave málið, stjórn fiskveiða o.s.frv. Okkur hætti til að búa til goðsagnir í kringum einstakar persónur og nefndi í því sambandi t.d. Jón Sigurðsson.