Fréttir

23.10.2014

Hvítbók um framhaldsskólann

Illugi Gunnarsson

Rótarýfundurinn 21. október var í umsjón Þjóðmálanefndar. Gestur fundarins og fyrirlesari var Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og kynnti hann Hvítbók um næstu skref á framhaldsskólastigi. Þriggja mín. erindi flutti Guðmundur Ólafsson.

Þriggja mín erindi flutti Guðmundur Ólafsson. –Hann sagði að menn legðu gjarnan upp með að 3ja mín erindin væru skemmtileg en hann ætlaði að þessu sinni að gera sér sérstakt far um að vera leiðinlegur. Sagði hann að ýmislegt í okkar rótarý félagsstarfi hefði hallað til verri vegar. Nefndi hann sem dæmi með smá sýnikennslu hvernig tekið er á móti gestum hjá okkur. Hann lagði til að hver gestur fyrir sig yrði kynntur, gesturinn stæði á meðan gerð væri grein fyrir honum og hann boðin velkominn. Sagði Guðmundur þetta vera í samræmi við reglur rótarý. – Ekki ætti að skipta máli fyrir gesti á fundum þótt þeir skildu ekki orð af því sem sagt væri. - Forseti Helgi Sigurðsson sagðist gjarnan vilja taka upp þetta verklag í framtíðinni.

Fundurinn var í umsjón Þjóðmálanefndar. Formaður nefndarinnar Jón Sigurðsson kynnti fyrirlesara, Illuga Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra. Illugi er fæddur á Siglufirði, hann er hagfræðingur frá HÍ og rekstrarhagfræðingur frá Lundúnarháskóla. Illugi er einnig með mikla menntun í tónlist. Hann hefur m.a. starfað sem kennari, organisti og aðstoðarmaður forsætisráðherra. Illugi er þingmaður Reykvíkinga.

Erindi Illuga nefnist Hvítbók og framtíð framhaldsskólakerfisins. – Illugi sagðist hafa farið með þessa kynningu og umræður um þessi mál á 27 fundi um allt land ca 13 – 1500 manns hafa komið og rætt málin.

Menntun á 21. öld. – „Skólakerfið þarf að veita ungu fólki menntun sem undirbýr þau fyrir samfélag 21. aldar. Framtíðin verður mjög ólík því sem nú er og því spurning hvernig við menntum börnin okkar til að takast á við það, segir Illugi“. Styrkleiki okkar skólakerfis er; Jöfnuður, sveiganleiki, dreifistýring og vellíðan. – Áskoranir; Pisa könnun leiðir í ljós: – Lestrar og stærðfræðikunnátta hefur dalað og er fyrir neðan meðaltal í stærðfræði og nú í fyrsta sinn líka í lestri. -Bókaþjóðin sjálf-. Kynjamunur í læsi - alþjóðlegt fyrirbæri að strákar komi verr út. Grunnskólinn er besta tækið sem við höfum til að jafna stöðu barna. - Læsi skiptir öllu máli sagði Illugi. Hann lagði áherslu á að uppeldi og agi verður að vera á ábyrgð foreldra barnanna.

Framhaldsskólakerfið. –Flest öll löndin í okkar heimshluta eru með 3ja ára nám til stúdentsprófs. Námsframvinda er þannig í samanburðinum að Ísland er á botninum. Aðeins 44% klára 20 ára og eftir 2 ár 14% til viðbótar (22 ára) osfrv. Þessi staða hefur mikil áhrif á æfitekjur þessa fólks. Til samanburðar þá klára 50% að meðaltali innan OECD námið 19 ára en er sem áður sagði 22 ára hjá okkur. Þegar okkar fólk kemur til háskólanáms erlendis í Evrópu er það að jafnaði a.m.k. 2 árum eldra en skólafélagarnir. Þessu þarf að breyta, skólinn á ekki bara að vera skemmtilegur heldur vinnustaður þar sem árangurs er krafist. Illugi segir að unga fólkið sé mjög jákvætt fyrir 3ja ára náminu, hann heyri varla annað í viðræðum við það. – Svo er annað vandamál í framhaldsskólakerfinu að 59% þeirra sem innrita sig fara í bóknám en aðeins 14% í iðn- og/eða verknám. Þessu viðhorfi þarf að breyta. Auka þarf aðgengi til starfs- og verknáms. – Það er slæmt veganesti út í lífið 22 ára að vera ekki búinn að ljúka framhaldsskólanámi.

Illugi sagði að markmiðin væru fá en metnaðarfull:

  1. Læsi þannig að hlutfall þeirra sem ná grunnviðmiðum (2 stig) í lesskilningi fari úr 79% í 90% árið 2018.
  2. Hlutfall þeirra sem ljúka framhaldsskólanámi á réttum tíma fari úr 44% í 60%.