Fréttir
  • Ólafur Þór Gunnarsson 22jan12

22.1.2013

Heilsuvernd á efri árum

Rótarýfundurinn 22. janúar var í umsjón Ferðanefndar. Formaður hennar er Bergþór Halldórsson. Fyrirlesari var Ólafur Þór Gunnarsson læknir og alþingismaður, formaður umhverfis og samgöngunefndar alþingis. Ólafur Tómasson flutti 3ja mínútna erindi.

Ólafur Tómasson flutti 3ja mínútna erindi og sagði frá golf- og skoðunarferð sem hann ásamt fjölskyldu sinni fór í til Skotlands. Rétt fyrir brottför sleit hann hásinina sem varð til þess að hann varð að setjast í hjólastól og þar með draumurinn um golfferð úti en út var farið og ferðin breyttist í skoðun markverða staða. Gist var rétt utan við Glascow í sannkallaðri ævintýrahöll.

Fundurinn var í umsjón ferðanefndar. Karl M. Kristjánsson kynnti fyrirlesarann, Ólaf Þór Gunnarsson lækni, bæjarfulltrúa og alþingismann. Fyrirlesturinn fjallaði um heilsuvernd á efri árum.

Ólafur benti á að aldraðir, 65 ára og eldri, verði um 15% þjóðarinnar eða um 45.000 þúsund á þessum áratug. Heilsufar aldraðra fer batnandi og þörf fyrir endurhæfingu og líkamsræktarúrræði mun aukast. Ýmsar aldurstengdar breytingar verða, svo sem aukinn háþrýstingur, fjarsýni, minni sjónskerpa, verri greiningarhæfni á hátíðni á sértaklega við karla.

Hann hvatti menn til að hreyfa sig að jafnaði 30 mínútur á dag, alla daga vikunnar. Líkamsrækt getur verið lykilatriði í meðferð mjög margra sjúkdóma. Það er aldrei of seint að byrja líkamsrækt sagði Ólafur í lokin. Mjög áhugavert og vel flutt erindi.