Fréttir

18.8.2012

Rótarýfundur 21. ágúst: Þegar forseti lýðveldisins getur ekki gegnt störfum um sinn vegna dvalar erlendis.

Fundurinn var í umsjón Alþjóðanefndar. Formaður hennar er Friðbert Pálsson, sem flutti sjálfur erindi dagsins. Bragi Michaelsson flutti 3ja mínútna erindi.

Forseti skýrði frá erindi frá Rjóðrinu sem biður um áheit vegna maraþonshlaups.

Guðmundur Ólafsson kynnti fyrirhugað golfmót sem halda á fimmtudaginn 6. september og hefst kl. 14.00. Keppt verður um Stefánsbikarinn en jafnframt er þetta keppni á milli Rkl. Kópavogs og Rkl. Borga.

Þriggja mínúta erindi flutti Bragi Mikaelsson og leitaðist við að svara spurningunni:

Hvernig stöndum við okkur í að vinna að markmiðum Rotarý?

Nefndi hann markmiðin að kynnast innbyrðis, mismunandi atvinnugreinum, styrkja og taka þátt í skiptinemaskiptum ofl. Hvatti hann menn til að taka virkan þátt í Rótarýstarfinu.

Fundurinn var í umsjón alþjóðanefndar. Formaður hennar er Friðbert Pálsson. Friðbert sá um fundinn og gerði að umtalsefni umfjöllun fjölmiðla síðustu daga um fylgd handhafa forsetavalds, þ.e. forseta Alþingis, forsætisráðherra og forseta Hæstaréttar út á Keflavíkurflugvöll til að taka við forsetavaldinu í formi handabands við brottför forseta.

Friðbert fór yfir yfirlýsingu frá skrifstofu forseta íslands, dags. 17. ágúst 2012 en þar kom meðal annars fram:

„Allt frá stofnun lýðveldisins hafur þessi flutningur á forsetavaldi verið í formi handabands við brottför forseta þar eð ekki hefur fundist annað form sem tryggir jafn vel að enginn vafi væri um stað og stund slíkrar breytingar á forsetavaldinu, valdi sem skipt sköpum við setningu laga“.

Ennfremur vitnaði Friðbert í skrif Egils Helgasonar(Silfuregils) sem hann kallar Hátignarlæti. Hann talar um að núverandi forseti eyði um það bil fjórungi árs erlendis núorðið. Þetta er á tíma internets og hraðra samgangana. Kristján Eldjárn og Ásgeir Ásgeirsson máttu teljast góðir ef þeir fóru einu sinni á ári til útlanda.

Friðbert óskaði eftir að fundarmenn lýstu skoðun sinni á málinu. Til máls tóku: Ásgeir Jóhannesson, Helgi Laxdal, Jón Sigurðsson, Jón Ögmundsson, Kristófer Þorleifsson og Guðmundur Ólafsson. Samandregið fannst þeim sem tóku til máls þetta ekki vera í takt við tímann nú á tímum GSM-símans, internets og hraðra samganga.