Fréttir
  • Illugi-Gunnarsson-14juni2011

14.6.2011

Á Rótarýfundi í dag var Illugi Gunnarsson ræðumaður dagsins og fjallaði um stöðu fjármála í heiminum. Sigurður R. Guðjónsson flutti 3ja mínútna erindið.

3ja mínútna erindi Sigurðar fjallaði um hin ýmsu verkefni sem ráðist hafði verið í og í mörgum tilfellum mætt almennri andstöðu, en hafi svo reynst til gagns fyrir land og lýð í ljósi reynslunnar.

Illugi Gunnarsson var ræðumaður dagsins og var staða fjármála í heiminum aðalefni ræðunar. Benti hann á að í Bandaríkjunum fari um 70% af þjóðartekjunum í einkaneyslu á móti  35% í Kína. Hann sagði að til að ná jafnvægi í heiminum yrðu Bandaríkjamenn að draga úr einkaneyslunni, en Kínverjar að auka hana. Hann ræddi um Evruna og stöðu og horfur í Evrópu og taldi að til þess að Evran kæmist út úr þeim vanda sem að henni steðjar yrði samvinnan innan Evrópu að aukast, þ.e. miðstýringin. Benti hann á Bandaríkin í því sambandi sem eru mjög miðstýrt ríkjasamband. Hann var spurður um hvort hann teldi að það yrði til bóta fyrir okkur að taka upp Evruna. Hann taldi svo vera og að við yrðum að verða hluti af stóru og öflugu ríkjasambandi í næstu framtíð.