Fréttir
  • Kristján Oskarsson 8mai12

5.5.2012

Rótarýfundur 8. maí: Verkefni Rótarýsjóðsins og Lömunarveikiverkefnið.

Knútur Óskarsson félagi í Rótarýklúbb Mosfellsbæjar og fulltrúi í Rotarysjóðsnefnd umdæmisins var ræðumaður dagsins. Sigurjón Sigurðsson flutti 3ja mínútna erindi.

3 mín. erindi flutti Sigurjón Sigurðsson Rótarýfélagi og bæklunarlæknir. Hann fjallaði um plattfætur sem stafa vegna slakra liðbanda. En hann hefur haft með þetta vandamál að gera í langan tíma. Plattfótur verður til þegar stigið er í fótinn og ylinn sígur niður. Þetta vandamál getur leitt til snúnings á fæti og bakskekkju. Meðferðin felst í að skera á liðbandið fram við hæl til að stytta það og verður að gera aðgerðina fyrir 12 ára aldur til að það góður árangur náist. Sigurjón hefur fengið 2 læknanema til að gera úttekt á þeim sjúklingum sem hann hefur haft, og gæti efniviðurinn orðið að hugsanlegu doktorsverkefni hans.

Gestur fundarins og jafnframt framsögumaður var Knútur Óskarsson félagi í Rótarýklúbb Mosfellsbæjar og fulltrúi í Rotarysjóðsnefnd umdæmisins. Fundurinn var í umsjón Klúbbþjónustunefndar og kynnti formaður hennar, Guðmundur Jens Þorvarðarson, Knút sem verið hefur í Rotaryklúbb Mosfellsbæjar síðan 1986 og er jafnframt í Rótarýsjóðsnefnd Umdæmisins.

Erindi Knúts fjallaði um verkefni Rótarýsjóðsins og þá sérstaklega varðandi framganginn í Lömunarveikiverkefninu (PolioPlus). En lokaátak til útrýmingar og afskipta Rotary af verkefninu verður árið 2012.

Árið 1985 var lömunarveiki landlæg í 125 löndum. Nú hafa 99% barna verið bólusótt. En efnið er nú orðið gefið í dropaformi. Í Afganistan, Pakistan og Nígeríu er lömunarveikin enn landlæg. Indland er nú orðið laust við veiruna.

25 Íslenskir Rótarýfélagar fóru til Indlands í febrúar til að bólusetja. Gates foundation stefnir að því að ljúka verkinu í heiminum eftir að afskiptum Rotary líkur. En lokátakið á Íslandi verður hinn 23 júní og verður í formi Esjugöngu.

Klúbbar eru hvattir til að vera með fjáröflun fyrir lokaátakið.

Fyrirspurnir komu frá Werner Rasmussyni og Ásgeiri Jóhannessyni.