Fréttir

31.1.2018

Ferð til Afríku

Halldór Friðrik Þorsteinsson

Rótarýfundurinn 30. janúar var í umsjón Rótaryfræðslunefndar en formaður hennar er Vilhjálmur Einarsson.  Fyrirlesari fundarins var Halldór Friðrik Þorsteinsson, sem fjallaði um ferðir sínar til Afríku. Þriggja mínútna erindi flutti Ólafur Wernersson.

Í þriggja mínútna erindi sínu ræddi Ólafur um nýtt starf sitt sem framkvæmdastjóri hjá Orkugerðinni, sem vinnur mjöl og lýsi úr úrgangi frá sláturhúsum.

Fundurinn var í umsjón Ferðanefndar en formaður hennar er Vilhjálmur Einarsson.  Werner kynnti síðan fyrirlesara fundarins, Halldór Friðrik Þorsteinsson, viðskiptafræðing og verðbréfamiðlara, sem breytti út af venjunni og fór í 6 mánaða ferðalag um Afríku.  Las hann kaflann um Tansaníu úr bók sinni Ferð til Afríku.