Fréttir

11.2.2016

Blóðbankinn

Jórunn Frímannsdóttir

Rótarýfundurinn 9. febrúar var á vegum Rótarýfræðslunefndar en formaður hennar er Bergþór Halldórsson. Aðalfyrirlesari var Jórunn Frímannsdóttir hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri Blóðbankansog og fjallaði hún um starfsemi Blóðbankans. Þriggja mínútna erindi flutti  Kristófer Þorleifsson.

Í upphafi fór fram nokkur umræða um fána Rkl. Kópavogs og var niðurstaðan sú að stjórn var falið að skila tillögu um tilhögun þess máls en ljóst er að skoðanir manna á þessum fána eru mjög skiptar. Forseti tilkynnti að á næsta fundi myndi nýr varaforseti Sigfinnur Þorleifsson taka við keflinu af Geir Guðsteinssyni fyrrverandi varaforseta sem hefur fengið 12 mánaða undanþágu frá fundarsókn í klúbbnum.

Þriggja mínútna erindi flutti Kristófer Þorleifsson. Hann fjallaði um æskuár sín og bróður síns Sigfinns sem er þrem árum yngri. Þeir ólust upp á nokkrum stöðum á landinu, fyrst í Hafnarfirði þar sem fjölskyldan bjó í hinu fræga húsi Bungaló, „síðbornir synir aldraðra foreldra“; faðir þeirra var fimmtugur þegar Kristófer fæddist og móðirin fertug. Kristófer var vatni ausinn í fimmtugs afmæli föður síns en sumir telja að hann hafi verið skírður upp úr viskíi. Síðan lá leið fjölskyldunnar til Eskifjarðar og þaðan í Stykkishólm. Á Eskifirði starfaði faðir þeirra bræðra sem útgerðarstjóri og í Stykkishólmi hafði hann þann sama starfa. Móðir þeirra bræðra óskaði þess að Kristófer yrði prestur og Sigfinnur læknir og varð að ósk sinni en þó með þeim snúningi að Sigfinnur fann hempuna og Kristófer varð læknir. Í Hólminum kynntust þeir bræður ýmsum frægum mönnum t.d. Árna Helgasyni og starfssemi Stúkunnar, einnig nokkrum prestum sem margir telja að hafi lagt eitt og annað til persónusköpunar í Kristnihaldi undir jökli þ.e.a.s. einnar aðalpersónu verksins, séra Jóns Prímus. Fjölmargar aðrar persónur komu við sögu í þessu skemmtilega þriggja mínútna erindi Kristófers.

Aðalerindi fundarins futti Jórunn Frímannsdóttir hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri Blóðbankans. Bergþór Halldórsson formaður Rótarýfræðslunefndar kynnti Jórunni. Hún fjallaði almennt um starfssemi Blóðbankans en eitt mikilvægasta hlutverk hans er að tryggja að nægar blóðbirgðir séu til og til þess þarf bankinn að finna 2 þús. nýja blóðgjafa á ári hverju. Þess vegna væru starfsmenn alltaf í samband við fólk sem verið hefur tilbúið að gefa blóð en það er þó þeim takmörkunum háð að ekki er ráðlegt fyrir konur að gefa blóð nema á fjögurra mánaða fresti en karlar mega gefa blóð á þriggja mánaða fresti. Jórunn ræddi einnig hversu mikilvægur bíll Blóðabankans væri en sennilega styttist í að Blóðbankinn yrði að leita til þjóðarinnar til að fjármagna kaup á nýjum bíl en birgðaþörfin væri að aukast m.a. vegna þess að sífellt fleiri ferðamenn koma til Íslands.

Jórunn rakti sögu blóðgjafa frá öndverðu en það var um aldamótin 1900 sem að blóðgjafir urðu áreiðanalegar þegar fram kom hið svonefnda ABO flokkunarkerfi og fræddi enn á því að en blóð af tegundinni O – samkvæmt því kerfi væri hægt að gefa öllum blóðþegum. Íslenski blóbankinn var stofnaður árið 1954. Fyrstu blóðgjafir fóru þannig fram að tengd var slanga á milli blóðgjafans og blóðþegans en slíkar aðferðir eru almennt ekki tíðkaðar í dag.

Að loknu erindi Jórunnar voru fyrirspurnir og þar kom fram í máli Helga Sigurðssonar að starfssemi Blóðbnankans væri til mikillar fyrirmyndar og tæknimál, skimun og annað stæðist allan alþjóðlegan samanburð. Þá var rætt um smithættu vegna blógjafa en Blóðbankinn fylgir í hvívetna ströngu regluverki en Jórunn gat þess í lokin að nýjar og lítt þekktar eða jafnvel óþekktar veirusýkingar væru alltaf áhyggjuefni.