Bryndís Hagan Torfadóttir framkvæmdastjóri hjá SAS fjallaði um fargjaldafrumskóginn í fluginu á Rótarýfundi 17. maí s.l.
Rögnvaldur Jónsson flutti 3. mín. erindi og fjallaði um aðbúnað í hinum ýmsu fangelsum sem hann hafði heimsótt. Hans niðurstaða var sú að kenndir mannskepnunnar væru svipaðar hvar sem er í heiminum.
Bryndís Hagan Torfadóttir, framkvæmdastjóri hjá SAS, var aðalræðumaður dagsins. Hún fjallaði almennt um fargjaldafrumskóginn og sagði að þrátt fyrir að hún sé búin að starfa við fargjaldaskráningu í um 40 ár þyrfti hún alltaf að leita til þess að finna hagkvæmusu fargjöldin í það og það sinnið. Hún fjallaði ögn um lággjaldaflugfélögin og sagði þau góðan kost ef bara ætti að ferðast frá A til B en ef taka þyrfiti eitt eða fleiri tengiflug tengiflug þá vandaðist málið þar sem lággjaldafélagið bæri þar enga ábyrgð bæði hvað varðar það að tímasetningar gengu upp sömuleiðis hvort farangurinn skilaði sér á endastöð.