Fréttir
  • Helgi Ólafsson-starfsgreinaerindi

28.5.2013

Manntafl

Á Rótarýfundinum 28. maí hélt Helgi Ólafsson, stórmeistari í skák, starfsgreinaerindi sitt. Hallgrímur Jónasson flutti 3ja mínútna erindi. Minnst var Gissurar Erlingssonar, fyrrum félaga í klúbbnum.

Í upphafi fundarins minntist Benjamín Magnússon Gissurar Erlingssonar fyrrum félaga í klúbbnum. Einnig tóku Hrafn A. Harðarson og Bergþór Halldórsson til máls og minntust Gissurar.

3ja mín. erindi flutti Hallgrímur Jónasson. Ræddi hann um vel heppnaða vorferð klúbbsins til Þingvalla. 13 klúbbfélagar mættu og 9 makar. Leiðsögumaður tók á móti okkur, sagði m.a. frá lífinu í Þingvallasveit á 20 öld. Ferðinni lauk með humarveislu á Fjöruborðinu á Stokkeyri. Þetta var í alla staði vel heppnuð ferð.

Hallgrímur ræddi enn fremur um misnotkun manna á netinu og facebook þar sem alltof mikið er um óvandaðan málflutning. Hóf er alltaf best og hafa skal hugfast að láta gott af sér leiða sagði Hallgrímur í lokin.

Fundurinn var í umsjón Starfþjónustunefndar. Sigurjón Sigurðsson formaður nefndarinnar kynnti fyrirlesarann Helga Ólafsson klúbbfélaga okkar.

Helgi sagðist ekki ætla að rifja upp starfsferil sinn enda hafi hann engan sérstakan áhuga á sjálfum sér. Hann segði frá því sem er að gerast í dag. Hans aðalstarf er að þjálfa og kenna skák. Er m.a. að kenna 10-11 ára börnum í Kópavogi sem hafa staðið sig mjög vel og kvíðir því ekki frammistöðu Kópavogs á verðandi skákmótum.

Helgi sagði frá mjög áhugaverðu tilraunaverkefni í skákkennslu í grunnskólum. Hugsuð sem mótvægi við tölvuleiki. Það virðist vera fylgni með skákáhuga og góðri frammistöðu í námi.

Helgi hefur mikinn áhuga á sagnfræði og hefur haft mikla ánægju á að hlusta á fræðandi og skemmtileg erindi í klúbbnum. Helgi minntist á nýútkomna bók Jóns Sigurðssonar klúbbfélaga okkar og bar fram fyrirspurn til hans.

Helgi ræddi um Jónas Hallgrímsson og fjallaði um hans sjónrænu texta og fór með sem sýnishorn úr Álfareiðinni.

Hleyptu þeir á fannhvítum hestum yfir grund

hornin jóa gullroðnu blika við lund

eins og þegar álftir af ísagrárri spöng

fljúga suður heiði með fjaðraþyt og söng.