Fréttir
  • Þorleifur Friðriksson

15.11.2011

Rótarýfundur 15. nóvember - Þorleifur Friðriksson - hugmynd að ferð til Póllands

Á fundinum var Þorleifur Friðriksson fyrirlesari og kynnti hugmynd að ferð til Póllands. 3ja mínútna erindi flutti Helgi Laxdal.

3ja mínútna erindi flutti Helgi Laxdal. Sagði hann sögur úr sveitinni sem ekki eru færðar til bókar.

Fundurinn var í umsjón Ferðanefndar og kynnti Bergþór Halldórsson fyrirlesarann, Þorleif Friðriksson, en hann var áður kynntur á 12 fundi starfsársins.

Þorleifur gerið grein fyrir tillögu að ferð til Berlínar og Póllands í vor.

Flogið er til Berlínar og komið þar að morgni dags og deginum eytt í borginni. Daginn eftir er ekið til Póllands og áð í Wroclaw. Minjar um útrýmingarbúðir nasista skoðaðar. Næsti áfangastaður er Posnan, þaðan er farið í heimsókn í þorp frá 8 öld. Hluti þorpsins hefur verið endurbyggður og með aldursgreiningu á undirstöðum húsa er vitað að þau tré, sem þar eru, voru höggvin 738. Næsti áfangastaður gæti verið Frankfurt an der Oder. Að síðustu er snúið aftur til Berlínar og dvalið þar í 1 til 2 daga. Í heild er ferðin 7 dagar og áætlað verð er 150.000.