Fréttir

8.9.2015

Flóttamenn, vonir og fordómar

Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir

Rótarýfundurinn 8. september var í umsjón klúbbþjónustunefndar. Þriggja mínútna erindi féll niður. Fyrirlesari var séra Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, prestur í Hjallakirkju. Erindið hennar bar yfirskriftina: Flóttamenn, vonir og fordómar. Félagi okkar Sveinn Hjörtur Hjartarson kynnti Steinunni. Ársreikningur 2014-15 og rekstraráætlun fyrir 2015-16 voru samþykkt samhljóða.

Í upphafi fundar bað forseti Rotaryfélaga að rísa úr sætum að minnast Páls Magnússonar með mínútu þögn. Páll lést skyndilega í septemberbyrjun og var öllum félögum í Rótarýklúbbi Kópavogs harmdauði. 


Séra Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir prestur í Hjallakrikju hélt aðalerindi fundarins sem bar yfirskriftina : Flóttamenn, vonir og fordómar. Hún fallaði um kynni sín af flóttamönnum frá Suð-Austur Asíu, og nefndi sérstaklega fólk frá Kína, Vietnam og Tailandi þegar hún starfaði fyrir Rauða Krossinn. Tungumál þessara þjóða væru vissulega framandi og það ætti einnig við um ýmsir hefðir aðrir. Þannig hafi hún snemma lært að bros Asíubúa væri í raun og veru tæki til að bregðast við vanda. 


Steinunn fjallaði um komu Vietnama árið 1979, bátafólksins svonefnda. Faðir hennar var í framvarðasveit þeirra sem tóku á móti þessu fólki. Hann hefði alltaf lagt áherslu á að nýir þegnar, hvaðan sem þeir kæmu, myndu auka við menningu samfélagsins og hefði reynst sannspár í þeim efnum. Margir þeir sem komu þá hefðu fengið vinnu hjá SÍS, Granda og fleiri fyrirtækjum. Steinunn ræddi um þau miklu tengsl sem hefðu myndast milli fjölskyldu hennar og þessa fólks. Vissulega hefðu komið upp vandamál og magt hefði mátt betur fara. Þannig hafi það verið hæpin ráðstöfun að koma öllu þessu fólki fyrir á sama stað. Varðandi hörmungar flóttafólks í dag sagði Steinunn að Íslendingar ættu hiklaust að rétt fram hjálparhönd. Það væri í samræmi við kristin gildi að hjálpa fólki í neyð. Við værum ríkt samfélag og vel í stakk búið til að bregðast við. Við getum þetta, sagði Steinunn þó hjálpin sé ekki fullkomin bætti hún við. 


Þar sem aðalfyrirlesarinn séra Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir þurfti að flýta erindi sínu vegna mikilla anna viku aðrir dagskrárliðir og var erindi Eiríks Líndal slegið á frest. Ritari las örstutta fundargerð síðasta fundar sem haldinn var í Guðmundarlundi en sleppti fundargerð síðasta í ágúst-fundar Rkl. Kóp. þegar Atli Ásmundsson hélt skemmtilegt erindi. Vísað skal til fundargerða á heimasíðu Rótary um þessi erindi. 


Að loknu þessu erindi voru reikningar síðasta starfsárs bornir upp til samþykktar og fjárhagsáætlun fyrir starfsárið 2015 – 2016 einnig borin upp af gjaldkera Margréti Sigurðardóttur og var hún samþykkt einróma. Að þessu loknu var með fjórprófið og rétt fyrir kl. 13.30 sleit forseti fundi.