Frá hruni og heim
3ja mínútna erindi féll niður.
3ja mínútu erindi féll niður.
Tekinn var inn nýr félagi í klúbbinn, Björgvin Skafti Vilhjálmsson. Björgvin er með skipstjórnaréttindi D (3ja stig), Diploma in Shipping og meistaranám í alþjóðasiglingum.
Fundurinn var í umsjón Þjóðmálanefndar. Geir A. Guðsteinsson kynnti fyrirlesara dagsins Steingrím J. Sigfússon alþingismann og f.v. ráðherra. Steingrímur er stúdent frá MA, með B.Sc. próf í jarðfræði og próf í uppeldis og kennslufræði frá HÍ.
Steingrímur ræddi um nýútkomna bók sína "Steingrímur J – Frá hruni og heim". Steingrímur lagði áherslu á að segja sögu sína á heiðarlegan hátt, vildi ekki hlífa sér við að greina frá sinni sýn á hlutunum jafnvel þó einhverjir yrðu kannski fúlir. Spilaði hann myndband frá apríl 2008 þar sem hann fór yfir sýn sína á stöðu þjóðarbúsins þá. Í lokin sýndi hann línurit yfir stöðu ríkisfjármála frá 2008 til dagsins í dag og svaraði fyrirspurnum.
Nýr félagi tekinn í klúbbinn
Björgvin Skafti Vilhjálmsson - starfsgrein tjónaskoðun