Rótarýdagur í Kópavogi - Tilnefningar til stjórnar klúbbsins 2015-2016
Rótarýfundurinn 18. nóvember var í umsjón stjórnar. Sagt var frá undirbúningi fyrir Rótarýdaginn, sem klúbbarnir í Kópavogi munu standa sameiginlega að til að varpa ljósi á Rótarý. Tilnefndir voru félagar til að vera í kjöri til stjórnar klúbbsins starfsárið 2015 - 2016. Haukur Hauksson flutti 3ja mínútna erindi.
Geir A Guðsteinsson sagði frá undirbúningi fyrir Rótarýdaginn. Klúbbarnir í Kópavogi hafa ákveðið að standa sameiginlega að þessum degi til að varpa ljósi á rótarý. Dagskrá hefur ekki verið ákveðin og sagði Geir að nefndin vildi gjarnan fá góðar ábendingar um efni fyrir þetta tilefni.
Magnús Már Harðarson kynnti tilvonandi félaga í klúbbnum og í framhaldi af því sagði forseti Helgi Sigurðsson frá kynningu á rótarý sem ætluð er öllum félögum í klúbbnum til að nota við öflun nýrra félaga.
3ja mín erindi flutti Haukur Hauksson. – Aðstaða fyrir þyrluþjónustu á Egilsstaðarflugvelli vegna olíleitar á Drekasvæðinu. –
Haukur sagði að undanfarnar vikur hefðu farið fram viðræður milli Eykon Energy og Isava um hugsanlega aðstöðu fyrir þyrlur á Egilsstaðarflugvelli, fyrst vegna olíuleitar en ef til vinnslu kæmi þyrfti að stækka þyrluaðstöðuna umtalsvert. Eykon Energy kemur fram fyrir einn af þremur aðilum sem hafa fengið leyfi vegna olíuleitar á Drekasvæðinu. Skv upplýsingum Eykon Energy þarf á næstu þremur árum að skapa aðstöðu fyrir þyrluþjónustuna þannig að hún geti hafist seinnipart árs 2018. Þarfagreining liggur fyrir og gert er ráð fyrir tveim áföngum. Áfangi 1 er aðstaða í 2 – 4 ár frá 2018 og sagði Haukur að rými væri til staðar á núverandi lóð flugvallarins en hins vegar við áfanga 2 þyrfti aukið rými. Sá áfangi þarf að vera tilbúinn þegar olíuborun hefst ca 7 árum eftir upphaf olíuleitar. Kostnaður við 1 áfanga er áætlaður um 200 milljónir króna.
Tilnefndir voru félagar til stjórnarkjörs fyrir starfsárið 2015 – 2016. Stjórnarkjörið fer síðan fram þann 9. desember n.k..