Stjórnarkjör og breyttur fundartími
Rótarýfundurinn 28. nóvember var í umsjón stjórnar og fór fram stjórnarkjör fyrir starfsárið 2018 -2019. Einnig var kosið um nýjan fundartíma hjá klúbbnum.
Á seinasta fundi var greint frá því að gjaldkeri næsta starfsárs yrði Guðmundur B. Lýðsson í stað Guðbergs Rúnarssonar.
Guðmundur Ólafsson, 11. desember 2017
Í upphafi fundar greindi forseti frá því að Sigurjón ritari klúbbsins hefði verið tekinn inná spítala þá um morguninn til uppskurðar á hné og myndi hann því ekki komast á næstu fundi. Klúbbfélagar báðu fyrir góðar kveðjur til hans með ósk um góðan bata.
Því næst fór fram kosning til stjórnar fyrir næsta starfsár og var kosið í embætti stallara, gjaldkera, ritara og verðandi forseta.
Eftirtaldir voru kjörnir í stjórn:
Stallari: Páll Árni Jónsson.
Gjaldkeri: Guðbergur Rúnarsson. Guðmundur B. Lýðsson
Ritari: Sævar Geirsson.
Verðandi forseti: Jón Sigurðsson.
Að lokum var rætt nokkuð um fyrirhugaða tilraun með breyttan fundartíma og var kosið um hvort fundir hæfust kl. 17.00 eða 17.30 eða væru áfram í hádeginu. 5 vildu fundartíma kl. 17.00, 6 kl. 17.30 en 9 óbreyttan fundartíma. Á það var þá bent að stjórn hefði verið falið að undirbúa tilraun með breyttan fundartíma og kanna húsnæði og veitingar með tilliti til þess.