Fréttir

8.11.2011

Rótarýfundur 8. nóvember: Forval fyrir kosningu nýrrar stjórnar

Á fundinum fór fram forval fyrir kosningu nýrrar stjórnar starfsárið 2012-2013. Ingólfur Antonsson flutti 3ja mínútna erindi.

Forseti las bréf frá Árni Birni Jónassyni þar sem hann segir sig úr klúbbnum af því að hann á ekki heimangengt á fundartíma hans.

3ja mínútna erindi flutti Ingólfur Antonsson og sagði frá ferð um Snæfellsnes og studdi mál sitt myndum úr ferðinni. Myndasýningu lauk með syrpu mynda af hryssu að kasta. Ekki verður annað ráðið af þeim myndum en að vel útilátnar veitingar Hildibrandar hákarlabónda hafi haft listræn áhrif á myndasmiðinn.

Fundurinn var í umsjón stjórnar og verkefni hans að tilnefna félaga til stjórnarkjörs næstu stjórnar. Tilnefningar voru til embættis varaforseta, ritara, gjaldkera  og stallara.