Rótgróin valdastofnun í opna þjónustustofnun
Sigríður Björk Guðjónsdóttir
Rótarýfundurinn 23. janúar var í umsjón Laganefndar en formaður hennar er Jón Ögmundsson. Fyrirlesari á fundinum var Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. Þriggja mínútna erindi futti Inga Hersteinsdóttir.
Í þriggja mínútna erindi sínu ræddi Inga Hersteinsdóttir um dánartíðni í umferðinni og hvað þau væru orðin mörg í byrjun þessa árs. Ræddi hún síðan um öryggisþætti í umferðinni svo sem bílbelti, bil á milli bíla, vegakerfið og útbúnað bíla eins og ástand hjólbarða og fleira.
Fundurinn var í umsjón Laganefndar en formaður hennar er Jón Ögmundsson. Margét María Sigurðardóttir kynnti fyrirlesara fundarins, Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu.
Sigríður nefndi fyrirlesturinn, Rótgróin valdastofnun í opna þjónustustofnun, sem sinnir öllum borgurum, en ekki bara baráttu við bófa.
Um 35% íbúa á höfuborgarsvæðinu hefur samband við lögregluna á ári. Framin eru um 25 þúsund umferðalagabrot á ári. Það eru færri lögreglukonur á Íslandi, 15% borið saman við 35% annars staðar á Norðurlöndum.
Þegar Sigríður kom í starfið voru allir yfirmennirnir karlmenn. Samfélagið er orðið flóknara og þarf lögreglan að aðlagast því. Bæta þarf samskipti við fjölmiðla.