Fréttir
  • Jon-Sigurdsson-31.-mai--2011

31.5.2011

Ræðumaður dagsins var Jón Sigurðsson félagi okkar, sem sagði frá námskeiðum á vegum FME fyrir stjórnarmenn í fjármálafyrirtækjum. Geir A. Guðsteinsson flutti 3ja mínútna erindi.

Á Rótarýfundi í dag flutti Geir A Guðsteinsson 3ja mínútna erindi og fjallaði m.a. um störf Alþingis og umræðurnar um breytingarnar á kvótakerfinu.
Fundurinn var í umsjón starfsþjónustunefndar og var Jón Sigurðsson ræðumaður dagsins og sagði frá námskeiðum á vegum FME sem hann er í forsvari fyrir. Námskeiðum sem ætluð eru stjórnarmönnum fjármálafyrirtækja fjalla um þann ramma sem fyrirtækjunum er ætlað að starfa innan. Um er að ræða hliðstæð námskeið og stjórnarmönnum fjármálafyrirtækja í nálægum löndum ber að sækja.