Hæstiréttur með lognið í fangið
Jón Steinar Gunnlaugsson
Rótarýfundurinn 12. desember var í umsjón klúbbþjónustunefndar, formaður Magnús Már Harðarson. Fyrirlesari dagsins var Jón Steinar Gunnlaugsson, hrl. og ræddi hann um nýútkomna bók sýna Með lognið í fangið
Í upphafi fundar upplýsti forseti að út væri komin bókin Stálsmiðurinn sem er ævisaga Guðmundar Arasonar, sem lengi var félagi í Rótaryklúbbi Kópavogs.
Þriggja mínútna erindi flutti Jón Sigurðsson. Jón hafði kynnst heilbrigðiskerfinu af eigin raun og lýsti óánægju sinni með hve kerfið væri talað niður. Kerfið væri mjög tæknivætt og þar ynni frábært starfsfólk, hvort sem um væri að ræða lækna, hjúkrunarfólk eða sjúkraliða sem allt sýndi sjúklingum mikla umhyggju.
Fundurinn var í umsjón Klúbbþjónustunefndar þar sem Magnús Már Harðarson er formaður og kynnti hann fyrirlesarann Jón Steinar Gunnlaugsson.
Jón Steinar ræddi um nýútkomna bók sína "Með lognið í fangið". Hann talaði aðallega um dómstóla og sagði þá eiga að auka öryggiskennd þegnanna og að mikilvægt væri að þeir hefðu traust almennings, án þess að það traust byggðist á þöggun um það sem miður fer. Dómstólar bregðast þegar eitthvað annað en lagabókstafur hefði áhrif á niðurstöðu dómstóla og nefndi hann Guðmundar- og Geirfinnsmálin sem dæmi um slíkt þó fram kæmi að hann hefði einnig í huga önnur dæmi frá starfi sínu í Hæstarétti.