Fréttir

8.8.2012

Rótarýfundur 7. ágúst: Ársreikningur 2011-2012 samþykktur

3ja mínútna erindi flutti Jón Höskuldsson.

Karl M. Kristjánsson lagði fram ársreikning fyrir starfsárið 2011 – 2012, sem var samþykktur án umræðu.

Jón Emilsson f.v. formaður ferðanefndar kvaddi sér hljóðs. Hann vildi koma á framfæri þakkir til samferðafólks í ferðinni til Póllands, sem farin var í sumar. Ferðin tókst mjög vel, var fræðandi og skemmtileg. Öllum klúbbfélögum verður boðið á myndasýningu, sem verður væntanlega um mánaðarmótin sept./okt.

Þriggja mínúta erindi flutti Jón Höskuldsson. Sagði hann frá hringferð um landið sem hann var að koma úr. Aðal tilgangur ferðarinnar var að sitja fund samtaka smábátaeigenda sem haldin var á Höfn í Hornafirði. Margt bar fyrir augu, m.a. Menningarhús Akureyringa Hof, fuglasafn við Mývatn, Dimmuborgir en þar er búið að bæta alla aðstöðu og er hún til mikillar fyrirmyndar, álverið við Reyðarfjörð, Steinasafn Petru við Stöðvarfjörð og gamla peningageymsla Kaupfélagsins í Höfn, en þar geymdu m.a. útgerðamenn reiðufé sitt.

Til máls tók Kristófer Þorleifsson. Sagði hann frá leiðsögumanni sem var greinilega í nöp við Landsvirkjun dásama þær breytingar sem búið var að gera í Dimmuborgum. Samferðamaður upplýsti leiðsögumanninn um að þessi „ómögulega“ Landsvirkjun hefði kostað þessar breytingar.