Fréttir
  • Theodora 19mars13

16.3.2013

Markaðsstofa Kópavogs

Rótarýfundurinn 19. mars var í umsjón Menningarmálanefndar. Formaður hennar er Geir A Guðsteinsson. Gestur fundarins var Theodóra Þorsteinsdóttir, formaður Markaðsstofu Kópavogs. Tilgangur stofunnar er að efla samstarf atvinnulífsins, sveitarfélagsins  og annara sem vilja stuðla að uppbyggingu innan Kópavogs.

Eiríkur Líndal sagði frá myndasýningu ferðanefndar frá ferð til Þýskalands og Póllands s.l. sumar. Sýningin var mjög áhugaverð og þakkaði hann nefndinni fyrir þetta framtak.

3ja mín. erindi féll niður vegna veikinda.

Geir Guðsteinsson kynnti fyrirlesarann, Theodóru Þorsteinsdóttur. Hún er lögfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík, hefur lagt stund á umhverfishagfræði, hefur tekið ýmsa áfanga er varðar Ísland og ESB og er með atvinnuréttindi A á skip upp að 30 brúttólestir (pungaprófið!)

Theodóra er formaður Markaðsstofu Kópavogs sem nýlega var stofnuð. Markaðsstofan er sjálfeignastofnun og eru allir stjórnarmenn ólaunaðir. Tilgangur Markaðsstofu er að efla atvinnuþróun og starfa að ferða- og markaðsmálum í Kópavogi. Þetta mun félagið gera með því að efla samstarf atvinnulífsins, sveitafélagsins og annarra sem stuðla vilja að uppbyggingu og ímynd Kópavogs og auka eftirspurn eftir hvers konar þjónustu og atvinnustarfssemi.

Hún sér fyrir sér að Kópavogur með öll sýn glæsilegu íþróttamannvirki og verslunarfyrirtæki verði miðstöð verslunar og íþrótta.