Fréttir
  • Andrés Magnússon 16apríl13

16.4.2013

Sunnuhlíð og hagsmunamál verslunar og þjónustu

Á Rótarýfundinum 16. apríl sagði Eiríkur Líndal frá starfsseminni í Sunnuhlíð. Fundurinn var í umsjón menningarnefndar, formaður hennar er Geir Guðsteinsson. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu flutti erindi um hagsmunamál samtakanna. 3ja mínútna erindi flytur Friðrik Hróbjartsson.

Forseti klúbbsins Eiríkur Líndal sagði frá stöðu Sunnuhlíðarsamtakanna. Samtökin fyrirhuguðu byggingu íbúða og áttu framkvæmdir að hefjast í kjölfar hrunsins 2008. Búið var að leggja í töluverðan kostnað við hönnun. Hætt var við þessi áform og var lóð og teikningar seld verktaka sem yfirtók allar skuldbindingar. Daggjöld sem hjúkrunarheimilið fær frá ríkinu standa ekki undir rekstrinum og hefur safnast upp töluverð skul. Í gangi eru viðræður við Velferðaráðuneytið og banka um lausn málsins. Eiríkur sagði frá félagasamtökum sem stutt hafa Sunnuhlíð, lagt fram sjálfboðavinnu og gefið tæki.

3ja mín. erindi flutti Friðrik Hróbjartsson. Sagði hann frá uppbyggingu í Lettlandi eftir hrunið 2009.  M.a. eru Lettar með gjaldmiðil sinn fasttengdan Evrunni og hyggjast taka upp Evru innan tíðar. Laun voru lækkuð um 18% og breytingar gerðar á skattalögum. Lettland er á hraðri leið upp.

Geir Guðsteinsson kynnti fyrirlesara dagsins Andrés Magnússon. Andrés er lögfræðingur frá H.Í. Hann hefur starfað hjá Samtökum iðnaðarins, fulltrúi Iðnaðarráðuneytisins í Brussel og síðar hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins þar í borg. Andrés er í dag framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.

Andrés sagðist hafa unnið að hagsmunagæslu stærsta hluta starfsferils síns. Hagsmunagæsla geri miklar kröfu til manns, þú ert að vinna fyrir fjölda fyrirtækja sem greiða þér laun fyrir að tala máli sýnu og ekki er alltaf auðvelt að sætta ólík sjónarmið. S.l. tólf á hef ég verið málsvari fyrir verslunar- og þjónustufyrirtæki í landinu. Þessi atvinnugrein hefur búið við þá sérstöðu að stjórnvöld hafa varla litið á hana sem undirstöðu atvinnugrein og ekki gert ráð fyrir henni í stjórnskipun landsins fyrr en stofnað var í september á síðasta ári atvinnuvega og nýsköpunarráðuneyti. Hlutur verslunar í landsframleiðslunni er nú 21% og hlutdeild í vinnumarkaði um 23%. Hlutdeild þjónustufyrirtækja á vinnumarkaði, fyrir utan fjármálaþjónustu og ferðaþjónustu er um 23%. Í verslun einni saman starfa um 40.000 manns. Meira en helmingur af tekjum ríkisins á uppruna sinn í verslun og árleg laun og launatengd gjöld eru um 190 milljarðar.

Ríkið styður einstakar atvinnugreinar með beinum framlögum ár hvert. Í fjárlögum 2012 var skiptingin þessi: Almennt 1,8 millja. ferðaþjónusta 1.0 millja. iðnaður 0,9 millja., landbúnaður 14,4 millja., sjávarútvegur 2,1 millja. og verslun og þjónusta 0. Samtals rúmir 20 millja. Í aðdraganda kosninga hafa Samtök verslunar og þjónustu lagt áherslu á hagsmunamál greinarinnar. M.a. að koma í veg fyrir tvítollun, lækka matarkostnað og þar með auka kaupmátt og auka veltu í greininni.