Verkefni nefnda og trúnaðarstarfa 2010-2011 hjá Rótarýklúbbi Kópavogs
Nefndir og trúnaðarstörf innan Rótarýklúbbs Kópavogs eru af tvennum toga
Nefndir og trúnaðarstörf innan Rótarýklúbbs Kópavogs eru af tvennum toga. Annars vegar er nefndir samkvæmt lögum klúbbsins með þeim verkefnum sem þar er mælt fyrir um. Hins vegar eru nefndir og trúnaðarstörf stofnuð með erindisbréfi forseta að fengnu samþykki stjórnar.
Um starf nefnda segir svo í lögum klúbbsins, gr. 8.3: Nefndir og einstakir embættismenn skulu starfa samkvæmt fyrirmælum Rótarý International og í anda grundvallarlaga og sérlaga klúbbsins og þar að auki eftir reglum og tilmælum forseta og stjórnar klúbbsins. Formaður nefndar stjórnar fundum hennar og annast um framkvæmdir í málum sem nefndina varða. Forseti klúbbsins getur sótt fundi í öllum nefndum og jafnframt getur hann kvatt nefndirnar til að sitja stjórnarfundi. Hann skal fylgjast með því að nefndirnar ræki skyldur sínar. Nefndirnar mega ekki nema með sérstökum fyrirmælum klúbbstjórnar hefja framkvæmdir fyrr en þær hafa gert skýrslu um málið til klúbbstjórnar og hún fallist á hana.
I. Nefndir skipaðar samkvæmt lögum klúbbsins
Helstu skyldur nefnda og nefndarmanna, skipaðar samkvæmt lögum klúbbsins, eru þessar:
Klúbbþjónustunefnd
Nefndin er að jafnaði skipuð fyrrverandi forsetum klúbbsins og skal vera stjórninni ráðgefandi varðandi ýmis mál á sviði klúbbþjónustu. Hún skal fyrir 1. nóvember ár hvert gera skrá um þær starfsgreinar sem talið er rétt að geti átt fulltrúa í klúbbnum, svo og hverjar eigi þar fulltrúa. Við gerð starfsgreinaskrárinnar og endurskoðun skal í meginatriðum fara eftir reglum þeim og leiðbeiningum sem Rótarý International gefur út. Skal nefndin benda á þær starfs¬greinar, sem æskilegt væri all eignuðust fulltrúa í klúbbnum. Nefndin er ráðgefandi varðandi opnun nýrra starfsgreina. Þá skal nefndin athuga allar tillögur um nýja félaga, fyrst og fremst mannkosti þeirra, félagslyndi og álit það, sem þeir njóta í starfi og þjóðfélaginu yfirleitt. Loks er nefndin ráðgefandi varðandi fjármál klúbbsins. Skal nefndin fjalla árlega um fjárhagsáætlun stjórnarinnar og benda á leiðir til fjáröflunar.
Rótarýfræðslunefnd
Nefndin sér um að veita félagaefnum og nýjum félögum fræðslu um réttindi og skyldur félaga í rótarýklúbbnum, að veita félögunum fræðslu um Rótarý, sögu þess, markmið, verkefni og störf, og að veita félögunum fræðslu um þróun og stjórnarstarfsemi Rótarý International.
Starfsþjónustunefnd
Nefndin skal annast um að klúbbfélagar veiti við og við fræðslu um starfsgrein sína til þess að félagar fái skilið vandamál og starfsaðstöðu hvers annars, og þjónustuhlutverk það sem hver um sig gegnir í þjóðfélaginu á hverjum tíma. Nefndin bendir félögum á leiðir til þess að sinna þjónustuhlutverki sínu. Nefndin sér um kynningu fjórprófsins innan klúbbsins og utan.
Þjóðamálanefnd
Nefndin skal sjá um að helstu mál sveitarfélagsins og þjóðfélagsins verði jafnan kynnt félögum á fundum og leiðbeina þeim eftir föngum um það á hvern hátt þeir geta best lagt þessum málum lið.
A1þjóðanefnd
Nefndin skal annast um að veitt verði fræðsla um alþjóðamál, þar á meðal viðhorf Rótarý til alþjóðamála og á hvern hátt Rótarýfélagsskapurinn og einstakir félagar geta best stuðlað að og eflt velvild og gagnkvæman skilning þjóða í milli. En fremur er það hlutverk nefndarinnar að taka á móti erlendum Rótarý¬félögum og veita þeim fyrirgreiðslu á fundum og annars staðar þar sem hennar er þörf á vegum klúbbsins.
Skemmtinefnd
Nefndin sér um árshátíð svo og aðrar skemmtanir, sem klúbburinn held¬ur einn eða í samstarfi við aðra svo sem aðra Rótarýklúbba.
II. Nefndir skipaðar af stjórn
Helstu skyldur nefnda og nefndarmanna, skipaðar af stjórn klúbbsins, eru þessar:
Æskulýðsnefnd
Nefndin skal vera fulltrúi klúbbsins í æskulýðsstarfi svo sem gagnvart æskulýðsstarfi Rótarýumdæmisins og Rótarý International þar á meðal varðandi starfshópaskipti, skiptinema og námsstyrki og tengja fundarefni æskulýðsmálum eftir því sem við verður komið.
Menningarmálanefnd
Nefndin skal vera fulltrúi klúbbsins í menningarmálastarfi svo sem varðandi að taka menningarmál til kynningar og umræðu á fundum klúbbsins og að skipuleggja heimsóknir klúbbsins á menningarviðburði. Einnig er nefndin tengiliður við menningarmálastarf Rótarýumdæmisins.
Ferðanefnd
Nefndin hefur frumkvæði að sameiginlegum ferðalögum klúbbfélaga og maka þeirra, innan lands eða utan, og annast samstarf við þá aðila sem þar koma að málum. Einnig kynnir nefndin ferðamál á fundum klúbbsins eftir því sem við verður komið.
Laganefnd
Nefndin skal endurskoða lög klúbbsins á starfsárinu með það að markmiði að þau endurspegli vel það fyrirkomulag á starfsemi klúbbsins sem félagar telja heppilegt og að lögin séu í samræmi við lög Rótarýumdæmisins og Rótarý International.
Landgræðslunefnd
Nefndin skal hafa forgöngu um uppgræðslu og trjátækt á landsvæði klúbbsins til slíks starfs og tekur landgræðslu og umhverfismál til umræðu á fundum klúbbsins eftir því sem við verður komið.
Viðurkenningarnefnd
Nefndin skal fylgjast með framúrskarandi frumkvöðlastarfi einstaklinga í Kópavogi og gera tillögu til stjórnar um hver hljóta skuli viðurkenningu klúbbsins, eldhugann, sem veitt er árlega.
Leggja mat á efni og flutnig þeirra fyrirlestra sem haldnir eru á fundum klúbbsins og skila tillögu til stjórnar um hver eða hverjir þeirra skuli hljóta viðurkenningu.
Afmælisritsnefnd
Nefndin skal sjá um ritun, uppsetningu og útgáfu á afmælisriti Rótarýklúbbs Kópavogs í tilefni hálfrar aldar afmæli klúbbsins árið 2011.
Fjölgun félagsmanna, vinnuhópur
Vinnuhópurinn skal á starfsárinu vinna að fjölgun klúbbfélaga m.a. með því að leyta skipulega að einstaklingum sem ganga vilja til liðs við klúbbinn og laða þá til inngöngu og þátttöku í starfi Rótarý.
Sunnuhlíð, fulltrúi í stjórn
Fulltrúi klúbbsins í fulltrúaráði Sunnuhlíðar skal kynna starfsemi Sunnuhlíðar innan klúbbsins og hafa forgöngu að stefnumótun klúbbsins um málefni þessarar starfsemi.