Fréttir

1.7.2014

Stjórnarskiptafundur

Rótarýfundurinn  1. júlí var í umsjón stjórnar og fóru fram stjórnarskipti á fundinum. Þriggja mínútna erindi flutti Hrafn Harðarson.

Í upphafi fundar sagði Bragi Mikaelsson frá skiptinemanum (sonarsonur hans) sem er í Bandaríkjunum. Hann hefur ferðast mikið og gengið mjög vel í skólanum. Hann mun koma á Rótarýfund eftir heimkomuna og segja frá dvöl sinni. Einnig mun fyrrverandi skiptinemi sem dvaldi hér á landi á vegum klúbbsins heimsækja okkur við sama tilefni.

Hrafn Harðarson kallaði 3ja mín erindi sitt "Að vera eða vera ekki“. Markaðssetning Kópavogs var hér áður að selja Kópavog en nú er reynt að spyrða Kópavog við Reykjavík. –Útlendingar vilja bara Reykjavík og þekkja ekki nöfn nágrannasveitarfélaganna né hafa áhuga á þeim. Hrafn sagði að sér væri sama hvort Kópavogur væri sjálfstætt sveitarfélag eða ekki og getur vel hugsað sér að flytja þaðan eftir 66 ára búsetu. Sem dæmi um afturför nefndi hann að Kópavogur hefði verið ljóðabær landsins en nú væri sú menning horfinn úr bænum til Siglufjarðar.

Gjaldkeri Guðmundur Þ. Harðarson flutti munnlega skýrslu en endurskoðaður ársreikningur verður lagður fram síðar. Staða klúbbsins er jákvæð. Gjaldkeri gat þess sérstaklega að greitt hefði verið til Rótary International kr. 200.000,-.

Forseti Jón Ögmundsson flutti þá skýrslu stjórnar og fór yfir helstu viðburði á starfsárinu sem líkur á þessum fundi. -Vísast til skýrslunnar sem er á vef klúbbsins. Því næst kallaði hann fram verðandi forseta Helga Sigurðsson og afhenti honum tákn forsetaembættis, merki ásamt forsetakeðju. Óskaði hann nýjum forseta og stjórn velfarnaðar og bað síðan fráfarandi stjórn að víkja frá stjórnarborði.

Forseti Helgi Sigurðsson þakkaði fráfarandi forseta og stjórn vel unnin störf. Auk forseta var aðeins ritari hinnar nýju stjórnar á fundinum. Forseti kynnti síðan starfsáætlun og markmið klúbbsins á starfsárinu en nefna má að stefnt er að nokkrum breytingum á fundarstarfinu auk þess sem nefndir klúbbsins verði virkari í starfseminni. Fyrirhugaðar breytingar munu taka gildi í haust. Einkunnarorð Rótarý á starfsárinu er „Light up Rótarý – Vörpum ljósi á Rótarý“. Til máls tóku Guðmundur Ólafsson, Margrét María Sigurðardóttir og Helgi Laxdal.

Ný stjórn Rótarýklúbbs Kópavogs 2014 - 2015

Forseti:        Helgi Sigurðsson
Varaforseti:  Bryndís Hagan Torfadóttir
Ritari:           Hallgrímur Jónasson
Gjaldkeri:     Berglind Svavarsdóttir
Stallari:        Helgi Ólafsson

Helgi Ólafsson 16okt12

Helgi Sigurðsson       Bryndís Hagan           Hallgrímur               Berglind                            Helgi Ólafsson


Fráfarandi forseti, Jón Ögmundsson, hengdi forsetakeðjuna um háls Helga Siguðrssonar til staðfestingar á því að Helgi bæri nú ábyrgð á stjórn klúbbsins næsta starfsár.