Fréttir

15.5.2015

Egyptaland

Friðbert Pálsson

Rótarýfundurinn 12. maí var í umsjón Ferðanefndar. - Formaður er Friðbert Pálsson og sagði hann frá ferð sinni til Egyptalands. Þriggja mín erindi flytur Sigurjón Sigurðsson.

3ja mín erindi flutti Sigurjón Sigurðsson. – Sigurjón sagði frá því að hann og nokkrir félagar og vinir hefðu komið saman fyrir nokkrum árum og ákveðið að skoða Ísland með a.m.k. einni ferð árlega í þeim tilgangi. - Hann sagði að það hefði gengið eftir og farin væri árlega ferð og í lok hverrar ferðar síðan ákveðið hvert skuli haldið í næstu ferð að ári. -Sigurjón sagði að búið væra að fara víða um landið bláa og fyrirhuguð næsta ferð yrði róður í Grímsey..

Fundurinn var í umsjón Ferðanefndar og sagði Friðbert Pálsson formaður nefndarinnar frá ferð sem hann fór um Egyptaland fyrr á árinu. – 

Ferðinni var fyrst heitið til sjávarþorps við Rauðahafið sem Hurghada heitir. -Þaðan lá svo leiðin til Luxor þar sem forn hof og hallir voru skoðuð. Friðbert sagði síðan í máli og myndum frá siglingu á Níl að Aswan þar sem stærsta manngerða stífla jarðarinnar var byggð. Hann sagði frá og sýndi okkur myndir af fjölda myndskreytinga og tákna sem eru 2000 – 5000 ára gömul. - Sem dæmi mátti sjá nokkuð greinilega helstu lækningatæki Egypta til forna meitluð í stein. – 

Myndir og frásögn Friðberts frá ferð sinni til Egyptalands og um mannlífið á bökkum Nílar sem lítið hefur breyst í aldanna rás var afar fróðleg og skemmtileg..