Fréttir
  • Kristinn Jóhannsson 16 ára

13.11.2012

Stjórnlög unga fólksins

Rótarýfundurinn 13. nóvember var í umsjón Ungmennanefndar. Formaður hennar er Margrét María Sigurðardóttir. Fyrirlesari dagsins, Kristinn Jóhannsson, 16 ára kvennaskólanemi, sagði frá stjórnlögum unga fólksins, sem er fræðslu-og vakningarsíða um stjórnarskrá íslenska lýðveldisins og ferð sem hann fór á vegum Evrópuráðsins til að kynna það verkefni. 3ja mínúta erindi flutti Friðbert Pálsson.

Eiríkur Líndal forseti klúbbsins kynnti boð frá Rótarýklúbbnum Borgum um að öllum klúbbfélögum væri boðið á fund hjá þeim fimmtudaginn 6. desember. n.k.

Þriggja mínúta erindi flutti Friðbert Pálsson. Nefndi hann erindið: Aðgát skal hafa í nærveru sálar. Ræddi hann um þær miklu breytingar sem orðið hafa á samskiptum manna með tilkomu netmiðla. Misnotkun og þekkingarleysi á þessum samskiptamiðlum veldur því að menn eru teknir af lífi án dóms og laga. Friðbert hvatti til þess að gert yrði átak til að kynna áhrif og afleiðingar óvandaðra skrifa á þessum miðlum.

Margrét María Sigurðardóttir, formaður Ungmennanefndar, kynnti fyrirlesara dagsins, Kristin Jóhannsson. Kristinn er fæddur í Reykjavík árið 1995 og er sennilega yngsti fyrirlesari hjá klúbbnum. Hann er nemandi við Kvennaskólann í Reykjavík. Hann er fulltrúi í ungmennaráði Miðborgar og Hlíðar frá árinu 2010 og í Reykjavíkurráði ungmenna frá 2011 og ráðgjafi umboðsmanns barna frá byrjun árs 2012. Kristinn var fulltrúi íslenskra ungmenna í Mónakó um réttindi barna en þar voru stjórnlög unga fólksins kynnt.


Stjórnlög unga fólksins 13nóv12 http://www.stjornlogungafolksins.is

Erindi Kristins fjallaði um stjórnlög unga fólksins og ferð sem hann fór á vegum Evrópuráðsins til að kynna það verkefni. UNICEF á íslandi, umboðsmaður barna og Reykjavíkurborg stóðu að samstarfsverkefninu Stjórnlög unga fólksins. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóða segir að börn sem myndað geta eigin skoðanir eigi rétt á að láta þær í ljós í öllum málum sem þau varða og þeim fullorðnu beri að taka réttmætt tillit til skoðana barna í samræmi við aldur og þroska.

Kristinn varpaði á skjá teiknimynd þar sem Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands er útskýrð í máli og skemmtilegum skýringateikningum. Framleiddar voru sex stuttar teiknimyndir af helstu þáttum stjórnarskrárinnar.

Kristinn fór yfir helstu niðurstöður þingsins. M.a. ræddi hann um hvað stjórnarskrá væri, hvort nauðsynlegt sé að hafa þjóðhöfðingja, dómsvaldið, mannréttindi ofl. Á þing ungmennaráða um stjórnaskrá mættu fulltrúar frá öllum virkum ungmennaráðum landsins, alls mættu 38 fulltrúar.

Í lok fundarins var dreift skýrslu um niðurstöður þings ungmennaráða um stjórnarskrá lýðveldisins Ísland. Mjög áhugavert og fræðandi erindi