Fréttir

25.3.2015

Hjálparstarf kirkjunnar

Bjarni Gíslason

Rótarýfundurinn 24. mars var í umsjón Þjóðmálanefndar. Formaður er Jón Sigurðsson. - Gestur fundarins og fyrirlesari var Bjarni Gíslason framkv.stj Hjáparstarfs Kirkjunnar. - Erindi hans fjallaði um kynningu á hjálparstarfinu, viðfangsefnum, skipulagi, vandamálum ofl. -Þriggja mín erindi flutti Ólafur H Ragnarsson.

Í þriggja mínútna erindi sínu Ólafur sagði frá því að hann hefði lagt á hilluna venjuleg störf lögfræðings og snúið sér alfarið að málefnum er snúa að „Einkarétti“ og rekur hann skrifstofu sem eingöngu starfar á því sviði. -Hann sagði m.a. frá undirstofnun Sameinuðu þjóðanna sem skal aðstoða aðildarríkin í efnum sem varða Hugverk ( intellectual property ) og að aðildarríkin væru skyldug til að reka skrifstofu um þessi réttindi. Ólafur sagði að skrifstofan héldi einnig utan um ýmis önnur réttindi t.d. í iðnaði. Hann sagði að höfundarréttur yrði með mestu hagsmunum 21. aldarinnar. – Höfundarréttur verður til við sköpun og nýtur lögverndar skv. íslenskum lögum sagði Ólafur í fróðlegu erindi sínu.

Fundurinn var í umsjón Þjóðmálanefndar og kynnti Jón Sigurðsson, formaður nefndarinnar, fyrirlesara Bjarna Gíslason framkv.stj. Hjálparstarfs kirkjunnar.

Bjarni hóf fyrirlestur sinn á kynningarorðum hjálparstarfsins „Hver er ég og hvert er ég að fara“. - Hjálparstarf kirkjunnar var stofnað 1969 og á skrifstofu þess starfa 6 starfsmenn. Starfsemin hefur frá upphafi verið innanlands og jókst mjög eftir efnahagshrunið 2008. Matarúthlutun var megin starfsemin en var síðan breytt 2011 þannig að skjólstæðingar fá nú inneignarkort sem hægt er að versla fyrir nauðsynjar. Fólk þarf að skila ítarlegum upplýsingum um stöðu sína til að fá stuðning. – Einnig frá 2011 eru haldin námskeið af ýmsu tagi til að aðstoða fólk við að koma undir sig fótum . Þá fá 70 - 80 ungmenni styrk úr Framtíðarsjóði Hjálparstarfs Kirkjunnar. Þau koma frá heimilum sem geta ekki stutt þau til náms.. 

Hjálparstarfið gefur út fréttablað en talsverðar auglýsingatekjur eru af því. Heimsóknir skjólstæðinga Hjálparstarfsins frá aðildarlöndum eru skipulagðar og sagði Bjarni m.a. frá fundum þeirra með fermingarbörnum sem oft eru að fræðast um þessa starfsemi í fyrsta sinn og ólík lífskjör þessa fólks í heimalöndum sínum. Fermingarbörn ganga árlega í hús og safna fé fyrir hjálparstarfið og nemur upphæð söfnunar fermingarbarnanna 5 – 7 milljónum króna. Söfnun vegna vatnsbóla í Afríku nemur 15 – 17 milljónum króna árlega. -Þá er hægt að gefa geit og njóta slíkar gjafir vaxandi vinsælda hjá landanum sem t.d. afmælis- og tækifærisgjafir. Mörg fyrirtæki koma að eigin frumkvæði og gefa fé til Hjálparstarfs kirkjunnar árlega.

Erlend verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar sem eru m.a. studd af íslenska ríkinu, eru meðal annars:

Change Maker verkefnið er fyrir ungt fólk sem vill láta gott af sér leiða -. 

Í austurhluta Eþíópíu er stærsta verkefnið. -Það lítur að byggingu vatnsþróa og að auki fræðslu til að auka fæðuöryggi og bætta meðhöndlun búfjár, fræðsla um hreinlæti og smitleiðir sjúkdóma og lúta að auknum réttindindum kvenna..

ÍUganda eru verkefni sem snúa að hjálparstarfi fyrir börn, oft munaðarlaus og á vergangi.

Í Andra pradesh héraði á Indlandi er nokkuð stórt verkefni sem einnig lítur að hjálp til barna og ungmenna.

Bjarni sagði einnig frá Act Alliance samtökunum sem starfar í 140 löndum og er Ísland aðili að þeim.

Bjarni sagði frá því að nokkur hundruð fósturforeldrar á Íslandi sæju u.þ.b. 400 börnum fyrir lífsviðurværi og námi. - Kostnaður við hvert barn er ca 3 þúsund krónur á mánuði.

Erindi Bjarna var áminning til okkar Rótarýfélaga að leggja hönd á plóg og aðstoða þá sem minnst mega sín.