Fréttir
  • Nýir félagar 29jan13

29.1.2013

Inntaka 2ja nýrra félaga

Rótarýfundurinn 29. janúar var í umsjón Laganefndar. Formaður hennar er Gísli Tryggvason. Tveir nýir félagar voru teknir inn í klúbbinn: Berglind Svavarsdóttir og Helgi Ólafsson. 3ja mínútna erindi flutti Sigurjón Sigurðsson.

Þriggja mínútu erindi flutti Sigurjón Sigurðsson og kynnti Limrubókina sem Pétur Blöndal tók saman. Sagði frá uppruna limrunnar. Las upp nokkrar gamansamar limrur.

Guðmundur Jens Þorvarðarson, formaður klúbbþjónustunefndar, kynnti tvo nýja félaga: Berglind Svavarsdóttur, lögfræðing, fyrir starfsgreinina lögmennska og Helga Ólafsson, stórmeistara, fyrir starfsgreinina skák.

Eiríkur Jón Líndal, forseti klúbbsins, tók síðan nýju félagana formlega inn í klúbbinn með hefðbundnum hætti.

Nýir félagar 29jan13 - með forseta og Guðmundi

Á myndinni frá vinstri: Guðmundur Jens, Helgi, Berglind og Eiríkur


Gísli Tryggvason kynnti hugmynd stjórnar á breyttum fundartíma. Góðar umræður spunnust um hugmyndina. Eftir nánari skoðun hefur stjórnin ákveðið að breyta ekki tímanum þar sem sveigjanleiki væri þegar til staðar í sérlögum varðandi það að setja fund fyrr en nú er gert.

Í lok fundar urðu nokkrar umræður um úrskurð EFTA-dómstólsins um Icesave.