Fréttir
Útskriftarhátíð Menntaskólans í Kópavogi
Sindri Birgisson hlaut viðurkenningu frá Rótarýklúbbi Kópavogs fyrir bestan árangur í raungreinum við útskrift stúdenta frá Menntaskólanum í Kópavogi
Föstudaginn 20 desember 2013 var útskriftarhátíð Menntaskólans í Kópavogi haldin í Digraneskirkju. Við það tækifæri afhenti Jón Ögmundsson, forseti klúbbsins, Sindra Birgissyni, nýstúdent, viðurkenningu Rótarýklúbbs Kópavogs fyrir bestan árangur í raungreinum.
Á myndinni má sjá Jón með Sindra, en auk viðurkenningarskjalsins afhenti Jón honum kr. 60.000 frá klúbbnum.