Fréttir
Skógrækt
Aðalsteinn Sigurgeirsson
Rótarýfundurinn 29. ágúst var í umsjón Landgræðlunefndar. Formaður hennar er Sævar Geirsson en fyrirlesari á fundinum var Aðalsteinn Sigurgeirsson fagstjóri hjá Skógræktinni. Þriggja mínútna erindi féll niður.
Sævar Geirssonkynnti fyrirlesara dagsins, Dr. Aðalstein Sigurgeirsson, skógerfðafræðing og skógfræðing, fagmálastjóra Skógræktarinnar. Í fyrstu ræddi hann um sögu skóga á Íslandi og síðan um skógrækt á Íslandi, sem er mjög ung. Hann sagði Ísland þróunarland í skógrækt. Skógur telst það vera ef tré eru 5 m. á hæð. Í dag þekja skógar 0,3% landsins.