Viðurkenningarnefnd og klúbbspjall
Rótarýfundurinn 7. mars var í umsjón Viðurkenninganefndar en formaður hennar er Karl M. Kristjánsson. Þriggja mínútna erindi flutti Guðný Helgadóttir.
Til stóð að veita Eldhuga Kópavogs viðurkenningu á fundinum en því varð að fresta af óviðráðanlegum orsökum.
Forseti flutti ljóðið „Dagur í sveit“ eftir bónda út með Reyðarfirði sem gefið hafði út ljóðakver og gefið föður Sigfinns eintak.
Þriggja mínútna erindi flutti Guðný Helgadóttir og ræddi um listamannalaun.
Hún sýndi samanburð hvernig listamannalaun hefðu skiptst milli 6 listgreina þ.e. Hönnuða, Rithöfunda, Myndlistarmanna, Sviðslistamanna, Tónskálda og Tónlistarflytjenda. Listamenn fengu venjulega laun í 3, 6, 9 eða 12 mánuði og fór stærsti hlutinn til rithöfunda og myndlistarmanna.
Mánuðarlaunin eru nú um 370 þús. á mánuði sem er verktakagreiðsla og taldi Guðný listamenn ekkert ofhaldna af þeim launum.
Þar sem enginn fyrirlestur var á fundinum var fundurinn notaður í almennar umræður meðal félaga.
Guðmundur Jens sagði frá því að þegar hann var að skipta um húsnæði á sínum vinnustað hefði hann fundið mikið af jólamerkjum frá Rótary sem hann vissi ekki hvað hann átti að gera við en skömmu síðar kom að máli við hann maður sem bráðvantaði svona merki, sem varð til þess að hann taldi rétt að kanna hvort í þessu fælust einhver verðmæti.
Ásgeir kom með úthugsaða skýringu á því hvers vegna byggð hefði lagst af í Flatey á Skjálfanda en ekki í Grímsey. Síðan ræddu menn ýmis mál svo sem bílakaup, frjálslega talningu á búfjáreign og tekjum til skatts og minnisstæða útgerðarmenn af gamla skólanum o. m.fl.