Starfsgreinaerindi Björgvins Skafta Vilhjálmssonar
Rótarýfundurinn 27. maí var í umsjón Starfsþjónustunefndar en formaður hennar er Sigbjörn Jónsson. Á fundinum flutti Björgvin Skafti Vilhjálmsson starfsþjónustuerindi. Þriggja mínútna erindi flutti Kristinn Dagur Gissurarson.
Í upphafi fundar sagði forseti frá grein í Rotary Norden af tilnefningu klúbbsins á eldhuga ársins Guðbjörgu Kristjánsdóttur. Hann sagði einnig frá fundi um málefni Sunnuhlíðar með frambjóðendum í bæjarstjórn Kópavogs og velunnurum. Kannaður var vilji frambjóðenda á stuðningi við Sunnuhlíð. Mismunandi skoðanir voru á málinu. Núverandi meirihluti taldi þetta vera alfarið mál ríkisins. Vonandi koma jákvæð viðbrögð frá kjörnum fulltrúum eftir kosningar. Stofnun Sunnuhlíðar var og er kraftaverk sem pólitíkusar eiga erfitt með að skilja. E.t.v. breytist viðhorfið þegar kemur að því að þeir þurfa sjálfir á hjúkrun að halda.
Þriggja mínútna erindi flutti Kristinn Dagur Gissurarson. Hann kallaði erindi sitt Drauminn um gamla verklagið. Vill að unga kynslóðinn fái að kynnast verklagi liðins tíma þ.e.a.s. hýbýlum fyrri tíma, umgangast húsdýr, kynnast heyskap ofl.
Fundurinn var í umsjón Starfsþjónustunefndar. Formaður hennar er Sigbjörn Jónsson. Björgvin Skafti Vilhjálmsson fjallaði um starfsferil sinn frá 6 ára til dagsins í dag. Hér á eftir er stiklað á helstu atriðum í máli Björgvins:
Ólst upp í Kópavogi og það fyrsta sem kom upp í hugann var frelsið og víðáttan, krakkaskari, fótbolti í skrúðgarðinum Hlíðargarður já leiksvæðið var allur Kópavogurinn. Vinsælasta húsið var lakkrísgerðin við hliðina á frystihúsinu. Svo kom að því að maður var sendur í sveit í Reynisstaðarhverfinu. Þar kynntist maður sveitastörfum og því nýjasta í heyskapartækninni.
Fylgdist með hvernig brimið lék sér að sandinum en það kom upp í hugann þegar ráðherra talaði um verkfræðingaundrið Landeyjarhöfn.
Á unglingsárunum vann maður með skólanum, naglhreinsaði, bar út blöð og fór í sendiferðir.
Eftir Gaggó vann ég hjá Eimskip og togaraafgreiðslunni. Þar átti vel við orðtakið, ungur nemur gamall temur. Kynntist mörgum skemmtilegum mönnum og kynlegum kvistum.
1971 kemst ég að á Gullfoss sem uppvaskari og ungþjón á kvöldin, mikil upplifun. 1972 réði ég mig á varðskipið Ægir. Þessi ár voru viðburðarík, gosið í Vestmannaeyjum hófst í febrúar 1973 og þorskastríðið vegna útfærslu í 50 mílur í maí.
Lauk farmannaprófi frá Stýrimannaskólanum 1976. Nú tóku við nokkur ár í siglingum á Selfossi sem stýrimaður. Siglt með frosin fisk til Ameríku og heim með vörur fyrir herinn ásamt almennum vörum. 1980 byrjar gámavæðingin, minna stopp í höfnum og allt breytist, glansinn fer af siglingum.
Haustið 1983 fer ég í skóla í Bretlandi og læri skipamiðlun. Hóf að því lokun störf hjá Skipadeild Sambandsins var meðal annars fulltrúi Sambandsins í Hull. Aftur kallaði fróðleiksfýsnin, flyst til Imminham og legg stund á nám í alþjóða flutningum.
Í dag starfa ég hjá Könnun Loydsumboðinu við tjónaskoðanir.